Afhýddu engifer á sekúndum

Pixabay.com

Það get­ur verið hvim­leitt að afhýða engi­fer­rót og oft á tíðum fer stór hluti rót­ar­inn­ar til spill­ist þegar skorið er utan af rót­inni með hníf. Mat­reiðslu­kenn­ar­inn Ang­ela Malik seg­ist alltaf byrja á því að kenna nem­end­um sín­um að afhýða engi­fer með skeið. Það sé mun fljót­legra og nán­ast ekk­ert fari til spill­is. Einnig má frysta engi­fer sem búið er að afhýða í loftþétt­um pok­um. Frosna engi­fer­búta er til­valið að nýta í þeyt­inga. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert