Súkkulaðibrúnka með Dulce De Leche

Snorri er ekkert að
Snorri er ekkert að "henda" í neitt minna en listaverk. Snorri Guðmundsson

Snorri Guðmunds­son er sjálf­menntaður ljós­mynd­ari og ástríðukokk­ur. Hann deil­ir eld­húsa­frek­um sín­um á síðunni Snorri eld­ar þarsem hann nostr­ar við hvert smá­atriði. Snorri er einnig mjög nýj­ungaglaður og pruf­ar gjarn­an nýtt hrá­efni sem hann rek­ur aug­un í við inn­kaup. Hér fer hann ham­förum með niðursoðna mjólk. 

„Ég hafði notað Dulce De Leche sem fyll­ingu í Al­fajor­es (smá­köku­sam­lok­ur) og vissi að það bragðaðist vel með súkkulaði. Í þetta sinn langaði mig að sjá hvernig það kæmi út „swir­lað“ út í brownie. Svipað eins og þegar fólk ger­ir blondie/​brownies,“ seg­ir Snorri ánægður með ár­ang­ur­inn.

„Dulce De Leche kara­mella er blanda af mjólk og sykri (í þessu til­viki sætri niðursoðinni mjólk) sem er búið að elda hægt yfir lang­ann tíma þar til syk­ur­inn kara­meliser­ast og hún er ótrú­lega góð út á ís, yfir kök­ur eða sem fyll­ing í smá­kök­ur,“ seg­ir Snorri en hann hafði lesið sér til um ýms­ar vafa­sam­ar aðferðir við að út­búa góðgætið.


„Ég hef séð upp­skrift­ir þar sem dós­in af niðursoðnu mjólk­inni er sett heil og óop­in í pott full­ann af vatni og svo soðin í nokkra tíma, en þá þarf að passa mjög vel upp á að vatns­magnið fari aldrei niður fyr­ir dós­ina því þá get­ur hún sprungið.  Pant ekki þrífa eft­ir það eða standa við pott­inn þegar það ger­ist!

Ég kýs frek­ar að nota aðferðina sem er ör­ugg­ari að mínu mati, en þá er dós­in tæmd í eld­fast mót og svo bökuð í vatnsbaði í stærra eld­föstu móti í 2 tíma.

Hér nota ég Dulce De Leche út í brownie upp­skrift og geri einnig úr henni þynnri sósu en þetta var al­gjör snilld sam­an með vanilluís og jarðaberj­um.“

- Dulce De Leche -
1 dós sæt niðursoðin mjólk
Ögn af sjáv­ar­salti eft­ir smekk

  1. For­hitið ofn­inn í 225° og sjóðið 1 líter af vatni í hraðsuðukatli.
  2. Tæmið inni­hald dós­ar­inn­ar í lítið eld­fast mót og lokið því vand­lega með álp­app­ír.
  3. Setjið litla bök­un­ar­formið svo í stærra eld­fast mót sem rúm­ar það minna auðveld­lega.
  4. Setjið bæði mót­in inn í ofn og hellið svo sjóðandi vatn­inu í stærra mótið svo vatnið nái rúm­lega yfir miðju móts­ins með niðursoðnu mjólk­inni.
  5. Bakið í 2 klukku­stund­ir en fylg­ist með vatns­magn­inu og bætið við sjóðandi vatni þegar vatns­yf­ir­borðið er farið und­ir miðju minna eld­fasta móts­ins.
  6. Látið Dulce De Leche'ið ná stofu­hita áður en þið fjar­lægið álp­app­ír­inn af eld­fasta mót­inu, bætið við salt­inu og hrærið það sam­an við.  Kara­mell­an á eft­ir að vera lík­ari búðing í út­liti þegar hún kem­ur úr ofn­in­um en það þarf ein­ung­is að hræra vand­lega í henni svo hún líti eðli­lega út. Stund­um mynd­ast nokkr­ir litl­ir klump­ar í henni en það er auðveld­lega hægt að hræra þá úr, en mér þykir þá auðveld­ast að færa Dulce De Leche'ið í skál og hita aðeins aft­ur í ör­bylgj­unni og hræra það þá þar sem það er þá mun mýkra og auðveld­ara í meðhöndl­un.

- Dulce De Leche sósa -
1/​2 upp­skrift Dulce De Leche
1/​4 bolli rjómi + 1-2 msk ef þarf

  1. Hitið rjómann og Dulce De Leche'ið í litl­um potti við meðal­há­an hita og hrærið vand­lega sam­an.  Bætið við 1-2 msk af rjóma ef þið viljið þynnri sósu.

- Brownie -
170 gr ósaltað smjör
3 egg + 1 eggj­ar­auða
1 bolli musca­vado syk­ur (eða púður­syk­ur)
3/​4 bolli syk­ur
2 tsk vanillu­drop­ar
1 bolli kakó­duft
1/​3 bolli hveiti
1/​2 bolli súkkulaðidrop­ar
1/​2 upp­skrift Dulce De Leche

  1. Stillið ofn­inn á 180° hita og setjið nógu mikið af bök­un­ar­papp­ír í 20x20cm bök­un­ar­form svo að hann standi aðeins upp úr sem mun auðvelda að taka kök­una úr form­inu þegar hún er til­bú­in.
  2. Bræðið smjörið í meðal­stór­um potti og hrærið því næst venju­lega sykr­in­um og musca­vado sykr­in­um vand­lega sam­an við.
  3. Bætið næst við einu eggi í einu og hrærið þau vand­lega sam­an við.
  4. Bætið næst vanillu­drop­un­um sam­an við ásamt hveit­inu og kakó­duft­inu og hrærið vand­lega sam­an við.
  5. Hrærið súkkulaðidrop­un­um sam­an við og hellið svo deig­inu í bök­un­ar­formið.
  6. Notið svo skeið til að blanda helm­ingn­um af Dulce De Leche'­inu laus­lega sam­an við deigið á nokkr­um stöðum.
  7. Bakið í 40-45 mín neðarlega í ofn­in­um eða þar til tann­stöng­ull kem­ur að mestu hreinn úr miðju kök­unn­ar.
Mjólkurkaramellan verður hálf bronslituð og gerir kökuna að listaverki fyrir …
Mjólk­ur­kara­mell­an verður hálf bronslituð og ger­ir kök­una að lista­verki fyr­ir öll skiln­ing­ar­vit­in. Snorri Guðmunds­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert