Sturlaður steinbítur með vínberjum

Steinbítur í piparrjómasósu með vínberjum.
Steinbítur í piparrjómasósu með vínberjum.

Allir virðast vera að tala um draumkennda uppskrift að dásamlega dúnmjúkum fiskrétti sem baðaður er í rjóma og borinn fram með vínberjum. Mbl.is fór á stúfana og hafði upp á þessari stórgóðu uppskrift.

Snorri Sigfinnsson, yfirkokkur á Messanum, deilir hér með okkur vinsælustu uppskrift staðarins en Messinn hefur á skömmum tíma orðið einn vinsælasti fiskstaður Reykjavíkur. Þessi uppskrift á án efa sinn þátt í því. „Fisk­ur­inn er bor­inn fram með spínati, ferskri papriku í striml­um og smælki - og hókus pókus,“ seg­ir Snorri mat­reiðslu­meist­ari. Hann neit­ar því ekki að gott hvít­víns­glas sé vissu­lega meðlæti sem hann mæl­ir einnig með.

Sturlaður steinbítur - fyrir tvo 

400 g steinbítur
200 ml hvítvín
300 ml rjómi
2 msk. rjómaostur
Hveiti til að velta upp úr
1 msk. grillkrydd
1/2 tsk. aromat
1/3 tsk. chillíkrydd
2-3  tsk. nýmalaður pipar
2 msk. fersk steinselja
1 lúka rauð vínber

Fiskinum er velt upp úr hveiti og kryddaður með chillí og aromat.
Því næst er hann steiktur þar til hann verður stökkur.
Þá er honum snúið við á pönnunni og hvítvíninu bætt við. 
Næst er það rjóminn og tvær kúffullar matskeiðar af rjómaosti.
Kryddið bætist svo við, 1 msk. grillkrydd, 2-3 msk. svartur, nýmalaður pipar, 2 msk. söxuð steinselja og 1 lúka rauð vínber. Allt fer þetta út á pönnuna sem fiskurinn er svo borinn fram á. Það má gjarnan setja meðlætið með á pönnuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka