Holl og hugguleg súkkulaðiterta

Júlía Magnús­dótt­ir, heil­su­markþjálfi hjá Lifðu til fulls, sit­ur sjaldn­ast auðum hönd­um. Ný­lega gaf hún út sína fyrstu upp­skrifta­bók sem hlotið hef­ur mjög góðar viðtök­ur. Hér deil­ir hún með okk­ur einni af sín­um upp­á­halds­upp­skrift­um úr bók­inni.

Holl og huggu­leg súkkulaðiterta

Vista Prenta

Botn:

1 bolli möndl­ur (lagðar í bleyti í 2 klst. eða yfir nótt)

¾ bolli mjúk­ar fersk­ar döðlur, fjar­lægið stein­inn

salt á hnífsoddi

Súkkulaðikrem:

1½ stórt, fullþroskað avóka­dó

½ bolli hreint kakó­duft

¼ bolli kó­kosol­ía í fljót­andi formi

¼ bolli mjúk­ar fersk­ar döðlur, fjar­lægið stein­inn

4 drop­ar stevía

vanillu­duft á hnífsoddi eða 1 tsk. vanillu­drop­ar

salt á hnífsoddi

Malið möndl­urn­ar vel í mat­vinnslu­vél á lægstu still­ingu. Bætið döðlum og salti út í og hrærið þar til bland­an mynd­ar deig­kúlu sem helst vel sam­an (ef deigið er of þurrt má bæta við 1-2 tsk. af kó­kosol­íu í fljót­andi formi). Þrýstið niður í 23 cm smellu­form og geymið í kæli á meðan þið út­búið krem.

Setjið næst öll inni­halds­efni fyr­ir súkkulaðikremið í mat­vinnslu­vél eða bland­ara og blandið þar til kremið er orðið silkimjúkt. Smyrjið krem­inu á botn­inn og geymið kök­una í kæli eða frysti í klukku­stund áður en hún er bor­in fram eða frystið yfir nótt.

Njótið með kó­kosrjóma og berj­um. Kirsu­ber og jarðaber eru í sér­stöku upp­á­haldi hjá Júlíu.

Fersk ber og þeyttur rjómi eða kókosrjómi eru fullkomið meðlæti …
Fersk ber og þeytt­ur rjómi eða kó­kosrjómi eru full­komið meðlæti með súkkulaðitert­unni. Lifðu til fulls
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert