Gleðibomba með hvítu súkkulaðikremi

Vanilluterta með smjörkremi með hvítu súkkulaði. Lilja notar gjarnan matarlit …
Vanilluterta með smjörkremi með hvítu súkkulaði. Lilja notar gjarnan matarlit og sælgæti til að skreyta tertur. blaka.is / Lilja Katrín

Lilja Katrín Gunn­ars­dótt­ir gerði garðinn fræg­an fyr­ir skemmstu þegar hún stóð fyr­ir bök­un­ar­m­araþoni til styrkt­ar Krafti. Þrátt fyr­ir að hafa bakað í rúm­an sóla­hring fyr­ir ekki svo löngu sér hún enga ástæðu til að leggja frá sér flór­syk­ur­inn og held­ur ótrauð áfram í að baka nýj­ar og bragðgóðar bomb­ur.

„Inn­blást­ur minn í bakstri kem­ur alls staðar að – hvort sem það er af net­inu, í versl­un­um, í veisl­um eða bara þegar ég sé nýj­an mat­ar­lit sem ég hef ekki séð áður og dauðlang­ar til að prófa. Svo sæki ég mik­inn inn­blást­ur frá dótt­ur minni, Amel­íu, sem er sex ára. Hún lum­ar á ansi skemmti­leg­um hug­mynd­um þegar kem­ur að köku­bakstri og -skreyt­ing­um og oft­ast inni­halda þær alls kyns dí­sæt og brjáluð hrá­efni. Svo finnst okk­ur tveim­ur ein­stak­lega gam­an að taka eitt kvöld í viku þar sem við för­um snemma inn í rúm og liggj­um eins og sköt­ur að horfa á köku­skreyt­ing­ar­mynd­bönd á YouTu­be. Það hef­ur kennt mér margt og er líka mjög skemmti­leg­ur gæðatími sem við deil­um sam­an,“ seg­ir Lilja Katrín en fylgj­ast má með lit­rík­um bakstri henn­ar á blaka.is.

Helgar­bom­b­an er því að þessu sinni ein af upp­á­hald­stert­um Lilju en kök­una seg­ir hún ein­falda og bragðgóða.

Gleðibomba með hvítu súkkulaðikremi

Vista Prenta

Köku­botn­ar 

Hrá­efni: 

2 og 1/​4 bolli hveiti
1 bolli nýmjólk
6 stór­ar eggja­hvít­ur (við stofu­hita)
2 tsk. vanillu­drop­ar
1 og 3/​4 bolli syk­ur
4 tsk. lyfti­duft
1 tsk. sjáv­ar­salt
170 g mjúkt smjör

Aðferð: 

Hitið ofn­inn í 180° C og takið til 2 hring­laga form sem eru sirka 18 sentí­metra stór. Ef þið notið minni form getið þið skorið botn­ana í miðju og fáið þá 4 botna. Ef þið notið stærri form verður kak­an ekki eins há. Munið bara að smyrja formin vel með smjöri og dusta þau aðeins með hveiti.
Blandið mjólk, eggja­hvít­um og vanillu­drop­um vel sam­an í lít­illi skál og þeytið aðeins sam­an.
Blandið hveiti, sykri, lyfti­dufti og salti sam­an í stórri skál og bætið smjör­inu sam­an við. Þeytið þar til bland­an minn­ir á muln­ing.
Bætið mjólk­ur­blönd­unni var­lega sam­an við og þeytið þar til allt er vel blandað sam­an.
Deilið deig­inu í formin og bakið í 30-38 mín­út­ur. At­hugið, þessi bök­un­ar­tími miðast við form sem eru 18 sentí­metra stór. Bök­un­ar­tím­inn er lengri ef þið notið minni form og styttri ef þið notið stærri form. Leyfið köku­botn­un­um að kólna al­veg áður en þið skreytið þá.

Inn­herja­upp­lýs­ing­ar: Það er auðveld­ara að setja krem á botn­ana og kök­una alla ef hún er vel köld. Ég mæli því með að stinga botn­un­um inn í frysti í sirka klukku­tíma ef þið þurfið ekki að bera kök­una fram strax.

Viltu bæta smá gleði í köku­botn­ana? Bætið þá 1/​2 - 1 bolla af köku­skrauti sam­an við deigið áður en þið bakið köku­botn­ana. Það kem­ur virki­lega skemmti­lega út og er til­valið fyr­ir af­mæl­is­veisl­una.

Prenta

Hvítsúkkulaðikrem

Hrá­efni:

350 g mjúkt smjör
700 g flór­syk­ur
2 tsk. vanillu­drop­ar
200 g brætt hvítt súkkulaði

Aðferð: 

Þeytið smjörið í 2-4 mín­út­ur. Þetta skref er það mik­il­væg­asta þegar kem­ur að öll­um hefðbundn­um, am­er­ísk­um smjörkrem­um. Ef þið þeytið kremið verður smjörkremið mun létt­ara í sér og bragðbetra.

Bætið flór­sykr­in­um sam­an við í holl­um og hrærið vel sam­an. Bætið því næst vanillu­drop­un­um sam­an við.

Leyfið hvíta súkkulaðinu að kólna aðeins eft­ir að það hef­ur verið brætt og bætið því næst sam­an við. Ef ykk­ur finnst kremið of þykkt er hægt að bæta smá mjólk sam­an við en mín reynsla er sú að ef maður þeyt­ir smjörið sam­visku­sam­lega þá verður smjörkremið í full­kom­inni þykkt og auðvelt að vinna með það í köku­skreyt­ing­um.

Þá er bara að gera allt vit­laust með kökuspraut­una og skreyta að vild.

Ef þið eruð ekki hrif­in af hvítu súkkulaði getið þið skipt því út fyr­ir:

  • 3-4 msk. af kakó og 1/​2 bolla af þykkri kara­mellusósu (eða annað hvort)
  • 6-8 msk. af hlyns­írópi
  • 1 pakka af Royal-búðings­dufti, til dæm­is vanillu
  • 3-4 msk. kakó og nokkr­ar msk. sterkt kaffi (eft­ir smekk)
  • 3/​4 bolli hnetu­smjör
  • 3/​4 bolli Nu­tella
  • börk og safa úr 1 sítr­ónu
  • börk og safa úr 1 límónu
börk og safa úr 1 app­el­sínu

Svo getið þið líka skipt vanillu­drop­un­um út fyr­ir pip­ar­myntu­dropa og bætt smá kakói í upp­skrift­ina – það svín­virk­ar!

Þær verða varla gleðilegri en þessi!
Þær verða varla gleðilegri en þessi! Blaka / Lilja Katrín
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka