Ómögulega feit súpa Bridget Jones

Í til­efni þess að kvik­mynd núm­er þrjú um Bridget Jo­nes kom ný­verið út er til­valið að rifja upp eld­hús­hæfni einn­ar fræg­ustu pip­ar­júnku heims.

Mig verkjaði hrein­lega í mat­reiðslu­hjartað þegar vin­kona mín Bridget Jo­nes bauð
vin­um sín­um svo eft­ir­minni­lega í mat í kvik­mynd­inni Bridget Jo­nes‘ Di­ary (2001). Bridget ætlaði að bjóða upp á kremaða sell­e­rísúpu í for­rétt en gerði þau mis­tök að nota litaðan þráð til að binda sam­an púrru­lauk­inn. Ekki fór bet­ur en svo að súp­an endaði skær­blá og frem­ur ógeðfelld á bragðið. En mis­tök­in voru þó mun fleiri eins og Bridget einni er lagið. Hún réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægst­ur við val á upp­skrift­um og keypti sér mat­reiðslu­bók eft­ir Michel­in-mat­reiðslu­meist­ar­ann Marco Pier­re White. Upp­skrift­in inni­held­ur hálf­an lítra af rjóma en eins og Kate Young upp­skrift­arg­úru The Guar­di­an, sem velt hef­ur vöng­um yfir upp­skrift­inni frægu, orðar það svo vel varð súp­an „impossi­bly rich“ sem mætti þýða sem ómögu­lega feit!

Ómögulega feit súpa Bridget Jones

Vista Prenta

Blá súpa Bridget Jo­nes


Upp­skrift­in dug­ar ofan í 6 ein­stak­linga – mun fleiri ef þú klúðrar
henni!

Soð
1) bein af ein­um elduðum kjúk­lingi eða 8 kjúk­linga­væng­ir eða fjór­ir kjúk­linga­legg­ir (legg­ir og læri kjöt­hreinsað)
1 lauk­ur
½ púrru­lauk­ur (græni end­inn)
1 gul­rót
2 sell­e­rí­stöngl­ar
1 lúka stein­selja á stöngli
5 pip­ar­korn


Súpa
250 g af­hýdd seljurót
250 g sell­e­rí
1 lauk­ur
½ púrru­lauk­ur (hvíti hlut­inn)
3 msk. smjör
100 g kart­öfl­ur
500 ml soð (sjá að ofan)
250 ml rjómi (500 ml ef þú vilt
hafa hana ómögu­lega feita)
Salt og pip­ar

Til fram­reiðslu
Vor­lauk­ur
6 egg ef vill

Bridget tapar ekki gleðinni þótt á móti blási.
Bridget tap­ar ekki gleðinni þótt á móti blási.

Dag­ur 1
Ef þú ætl­ar að nota kjúk­linga­bein þarftu ekki að elda þau fyrst þar sem þau eru nú þegar elduð. Ef nota á kjúk­linga­vængi eða leggi skaltu brúna þá á pönnu í nokkr­ar mín­út­ur yfir miðlungs­hita.

Saxaðu gróf­lega græn­metið sem á að fara í soðið. Settu græn­metið í pott með 1,5 lítr­um af vatni og láttu suðuna koma upp. Lækkaðu þá í pott­in­um og láttu malla í 2 klst. með lok­inu á. Því næst er lokið tekið af og látið sjóða í klst. og svo slökkt und­ir pott­in­um svo soðið kólni.

Sigtaðu hratið frá soðinu og settu í umbúðir og inn í ís­skáp eða frysti uns nota á soðið. Í þessu til­viki ís­skáp.


Dag­ur 2
Saxaðu sell­e­ríð, selju­rót­ina, púrru­lauk­inn og lauk­inn í litla ten­inga. Bræddu smjörið í stór­um
potti og bættu græn­met­inu við. Mýktu græn­metið á meðal­hita í pott­in­um en varastu að brúna það. Flysjaðu kart­öfl­urn­ar og skerðu í bita. Taktu fram soðið, hitaðu það upp og bættu kart­öfl­un­um og rjóm­an­um sam­an við. Láttu suðuna koma upp og helltu þá
inni­haldi potts­ins yfir græn­metið í hinum pott­in­um.
Kældu súp­una ör­lítið og hrærðu hana með töfra­sprota. Hér klikkaði Bridget og setti sjóðheita
súpu í mat­vinnslu­vél sem gerði það að verk­um að hún skaust upp um alla veggi! Sem er stór­hættu­legt og auðvelt að brenna sig al­var­lega. Kryddaðu svo súp­una með salti og pip­ar en farðu var­lega í það. Þessi súpa er með milt bragð og því skal var­ast að krydda hana of mikið svo upp­runa­legt bragð hverfi. Ef þú vilt hafa súp­una al­veg silkimjúka skaltu sigta hana og setja hana svo aft­ur í pott og hita var­lega upp aft­ur.

Súp­an er bor­in fram með hleyptu eggi ef vill. Eggið er sett í botn­inn, súp­unni hellt yfir og loks toppað með fersk­um, söxuðum vor­lauk. 

Ekk­ert mál, er það nokkuð? Já og þetta var bara fyrsti rétt­ur­inn
af þrem­ur sem vin­kona okk­ar ætlaði að elda á af­mæl­inu sínu. Mat­ar­boðið endaði í mikl­um hlátra­sköll­um, eggja­köku og ein­hvers kon­ar sultu. Grand Marnier-eft­ir­rétt­ur­inn endaði í Grand Marnier í glasi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert