Dagbjört er 3 barna móðir í Norðlingaholti, kennari í 20 ár sem söðlaði um í sumar og tók við starfi rekstrarstjóra í kökusjoppunni 17 Sortir á Grandanum. Helstu áhugamál eru að prjóna, elda góðan mat og baka. „Að baka og elda veitir ákveðna hugarró og ekki skemmir að afraksturinn gleður aðra," segir Dagbjört sem deilir hér með okkur einni af sinni uppáhalds hnallþórum. „Ég ætla að deila með ykkur súkkulaðibombu með saltkaramellu. Þessa er tilvalið að bjóða uppá í saumaklúbbnum eða í afmæli. Hún er dásamlega góð ein og sér og einnig má bera hana fram með rjóma.“
Súkkulaðikaka
2 bollar sykur
2/3 bollar kakó
2 tsk. matarsódi
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
2 egg
1 bolli súrmjólk
1 bolli svart kaffi, heitt
½ bolli olía
1 msk. vanilludropar
Hitið ofninn í 180 °C.
Þeytið saman egg og sykur.
Sigtið restina af þurrefnunum saman í skál og blandið með sleif. Bætið þurrefnunum, súrmjólkinni, kaffinu og olíunni út í eggjahræruna, blandið vel saman. Setjið í tvö form (þrjú minni) og bakið í 25-30 mín.
Saltkaramellusósa
6 msk. smjör
½ bolli rjómi
1-2 tsk. sjávarsalt
Bræðið sykurinn í potti við miðlungshita. Hitið þar til sykurinn hefur alveg bráðnað og tekið örlítið brúnan lit. Hrærið smjörinu saman við sykurinn og blandið vel. Bætið rjómanum og saltinu saman við og hrærið vel. Látið malla smástund í pottinum þar til karamellan þykknar örlítið, passið samt að blandan þykkni ekki of mikið. Takið af hitanum, setjið í krukku eða skál og látið kólna vel.
Saltkaramellukrem
5 bollar flórsykur
2 tsk. vanilla
2-3 msk. rjómi
½ bolli saltkaramellusósa
Þeytið smjörið þar til það er létt og ljóst, bætið flórsykrinum, vanillunni, rjómanum og saltkaramellusósunni út í smjörið og þeytið vel saman.
Setjið krem á milli botna og smyrjið kökuna með kremi, hellið restinni af saltkaramellusósunni yfir kökuna.
Kakan er best við stofuhita.