Hafrastykki með dökku súkkulaði

Girnilegt hafrastykki með súkkulaði
Girnilegt hafrastykki með súkkulaði Rósa Guðbjartsdóttir

Lista­kokk­ur­inn Rósa Guðbjarts­dótt­ir gaf á dög­un­um út bók­ina Hollt nesti, morg­un­mat­ur og milli­mál. Í bók­inni er að finna fjöld­ann all­an af góðum hug­mynd­um en hér deil­ir Rósa með okk­ur upp­á­halds­upp­skrift sinni úr bók­inni en börn­in henn­ar hafa ein­stakt dá­læti á þess­um hafra­stykkj­um og búa þau ósjald­an til.

Hafra­stykki með dökku súkkulaði 

- sem ekki þarf að baka

150 g smjör

¾ dl hlyns­íróp

6 dl hafra­f­lög­ur

1½ dl kó­kos­mjöl

1 tsk. vanillu­drop­ar

Súkkulaðifyll­ing

100 g súkkulaði, a.m.k. 70% kakó­inni­hald

2 msk. hnetu­smjör

eða

1 dl kakó

1 dl hlyns­íróp

1 msk. kó­kosol­ía, fljót­andi

salt á hnífsoddi

 Bræðið smjör í potti við væg­an hita og blandið hlyns­írópi sam­an við.
Hrærið hafra­f­lög­um sam­an við og takið síðan pott­inn af hit­an­um.
Bætið þá vanillu­drop­um út í ásamt helm­ingn­um af kó­kos­mjöl­inu.
Bræðið síðan súkkulaði í öðrum potti við væg­an hita og hrærið hnetu­smjöri sam­an við. Eða hrærið sam­an kakó, kó­kosol­íu, hlyns­íróp og salt.
Þrýstið um ¾ hlut­um haframjöls­blönd­unn­ar í lítið smurt form.
Smyrjið síðan súkkulaðihrær­unni ofan á og þrýstið loks af­gang­in­um af haframjöls­blönd­unni yfir súkkulaðið.
Stráið af­gang­in­um af kó­kos­mjöl­inu yfir allt.
Kælið og skerið í bita.

Rósa og dóttir hennar Margrét Lovísa.
Rósa og dótt­ir henn­ar Mar­grét Lovísa.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert