Tryllt helgarbomba með eplum

Helgarbomban er rosaleg að þessu sinni! Epli, pekanhnetur og hnetusmjör …
Helgarbomban er rosaleg að þessu sinni! Epli, pekanhnetur og hnetusmjör í sínu besta formi! blaka.is

Helgar­bom­b­an frá Lilju Katrínu á Blaka.is er að þessu sinni rosa­leg epla-, pek­an- og hnetu­smjörs­bomba. Í nóv­em­ber er Lilja með eplaþema sem er vel þess virði að fylgj­ast með. 

Geggjuð epla-, pek­an- og hnetu­smjörskaka
 
„Ég bakaði þessa köku fyr­ir ynd­is­legt fólk en var pínu­lítið stressuð um hvort þetta myndi ganga upp. Epli, pek­an­hnet­ur og hnetu­smjör. Væri þetta skot­held blanda?
Það er skemmst frá því að segja að þessi kaka sló ræki­lega í gegn, ekki síst út af því að hún er frek­ar óvenju­leg,“ seg­ir Lilja Katrín Gunn­ars­dótt­ir kát í kol­vetn­isþoku en hún er óhrædd við að prófa nýj­ar upp­skrift­ir og seg­ir það að mistak­ast oft vera upp­hafið að ein­hverju stór­kost­legu.
„Ég viður­kenni það al­veg að það þarf aðeins að nostra við hana en hún er alls ekki flók­in. Og sama hvað þið gerið, ekki sleppa muln­ingn­um sem ég notaði til að skreyta kök­una! Hann fær­ir þessa köku upp á hærra plan!“
 
Pekanhnetumulningurinn kemur vel út á toppnum.
Pek­an­hnetumuln­ing­ur­inn kem­ur vel út á toppn­um. blaka.is

Tryllt helgarbomba með eplum

Vista Prenta
Hrá­efni
Köku­botn­ar
▪ 3 boll­ar hveiti
▪ 2 tsk. lyfti­duft
▪ 1 tsk. kanill
▪ 1/​2 tsk. sjáv­ar­salt
▪ 225 g mjúkt smjör
▪ 2 boll­ar syk­ur
▪ 4 egg
▪ 1 bolli mjólk
3 boll­ar epli (af­hýdd og skor­in í litla bita)
▪ 1/​2 bolli pek­an­hnet­ur (grófsaxaðar)
Pek­anmuln­ing­ur
▪ 1/​2 bolli haframjöl
▪ 1/​4 bolli pek­an­hnet­ur (grófsaxaðar)
▪ 1/​4 bolli púður­syk­ur
▪ 1/​4 bolli hveiti
▪ 3 msk. mjúkt smjör
▪ 2 msk. hun­ang
Krem
▪ 200 g mjúkt smjör
▪ 600 g flór­syk­ur
▪ 1/​2 tsk. sjáv­ar­salt
Leiðbein­ing­ar
Köku­botn­ar
Hitið ofn­inn í 180°C og takið til tvö hring­laga form sem eru sirka 20 sentí­metra stór. Smyrjið þau vel og dustið hveiti inn í þau.
Takið 1/​3 af hveit­inu frá og blandið rest­inni sam­an við lyfti­duft, kanil og salt.
Þeytið smjörið í 1-2 mín­út­ur og blandið því síðan sam­an við syk­ur­inn.
Bætið vanillu­drop­um sam­an við smjör­blönd­una og bætið síðan eggj­um sam­an við, einu í einu.
Skipt­ist síðan á að blanda hveiti­blönd­unni og mjólk­inni sam­an við smjör­blönd­una þar til allt er vel blandað sam­an.
Blandið epl­um og 1/​3 bolla af hveit­inu sam­an og blandið þeim síðan sam­an við deigið, sem og pek­an­hnet­un­um.
Deilið deig­inu á milli formanna og bakið í 30-35 mín­út­ur. Leyfið kök­un­um að kólna áður en kremið er sett á.
Pek­anmuln­ing­ur
Hækkið hit­ann á ofn­in­um í 190°C og setjið smjörpapp­ír á ofn­plötu.
Blandið öll­um hrá­efn­um sam­an og dreifið blönd­unni á ofn­plöt­una.
Bakið í 8-10 mín­út­ur, en hrærið í blönd­unni eft­ir ca 5 mín­út­ur. Leyfið þessu að kólna og brjótið þetta síðan í litla bita.
Krem
Þeytið smjör og hnetu­smjör sam­an í 2-4 mín­út­ur.
Bætið flór­sykri, vanillu­drop­um og sjáv­ar­salti sam­an við og hrærið vel. Ef kremið er of þykkt er hægt að bæta mjólk við, en bara 1 mat­skeið í einu.
Setjið krem á kök­una og skreytið hana að vild með pek­anmuln­ingn­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert