Avócadó- og eggjabrauð í morgunmat

Hvernig væri að hleypa smá ævintýri í morgnanna og ákveða …
Hvernig væri að hleypa smá ævintýri í morgnanna og ákveða að næstu 7 daga verður ný uppskrift reynd alla morgna? simplegreenmoms.com/

Flest­ir borða nán­ast alltaf það sama í morg­un­mat. Hvernig væri að hleypa smá æv­in­týri í morgn­anna og ákveða að næstu 7 daga verður ný upp­skrift reynd alla morgna? 
Þessi upp­skrift er nokkuð fljót­leg og ákaf­lega saðsöm og holl! Upp­skrift­in dug­ar fyr­ir einn svang­an eða tvo morg­ungi­kki.

Upp­skrift­in er frá simp­legreen­moms.com en þar er oft að finna allskon­ar gotte­rí í holl­ari kannt­in­um.

Avócadó- og eggjabrauð í morgunmat

Vista Prenta

2 egg
1 vænt avóca­dó
2 fjöl­korna brauðsneiðar 
1 tsk límónusafi
Sjáv­ar salt og pip­ar eft­ir smekk 
Fersk krydd (eða smá spínat) eft­ir smekk eða ör­lít­ill rif­inn sítr­ónu­börk­ur (Ég get aldrei farið eft­ir upp­skrift­um og bæti þessu því við)

Ristið brauðið.
Steikið egg­in og saltið og piprið.
Stappið avóca­dóið og setjið límónu saf­ann út í.
Dreifið mauk­inu yfir ristað brauðið.
Eggið fer á topp­inn, því næst ferska kryddið og sítr­ónu­börk­ur­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert