Frosnir bananapinnar með súkkulaði

Girnilegt og hollt!
Girnilegt og hollt! wholefully.com

Holl­ari leið til að gleðja bæði háa sem lága. Hug­mynd­in um frosna, súkkulaðihúðaða ban­ana hef­ur lengi verið vin­sæl. Ekki síst eft­ir að ein af aðal­per­són­um grínþátt­anna  Arrested Develop­ment stofnaði sölu­bás sem seldi ein­ung­is frosna ban­ana. 

Þessi út­færsla kem­ur frá hinni afar skipu­lögðu Cassie sem held­ur út mat­ar­blogg­inu wholefully.com. Hún bend­ir á að það skipti sköp­um að skera end­ana af ban­ön­un­um til að þeir geti staðið upp­rétt­ir. 

Skerið endana burt svo pinnarnir geti staðið.
Skerið end­ana burt svo pinn­arn­ir geti staðið.

Frosnir bananapinnar með súkkulaði

Vista Prenta

4 ban­an­ar, vel þroskaðir
1 bolli dökkt súkkulaði
1-2 msk. hnetu­smjör 
1/​2 bolli hnet­ur, saxaðar, – má nota kó­kos, mús­lí eða annað 

Skerið ban­ana í tvennt og end­ana af. Stingið íspinna­spýtu ofan í hvorn hluta.

Frystið hlut­ana í 35 mín­út­ur að lág­marki til að auðveld­ara sé að súkkulaðihjúpa þá. Vatn og súkkulaði eru óvin­ir og því er best að ban­an­inn sem er vatns­mik­ill ávöxt­ur sé fros­inn.

Bræðið súkkulaði og hnetu­smjörið sam­an. 

Dýfið ban­anapinn­un­um ofan í súkkulaðið og hyljið þá vel.

Veltið pinn­un­um upp úr hnet­um og frystið aft­ur. Gætið þess að setja bök­un­ar­papp­ír und­ir pinn­ana áður en þeir eru fryst­ir.

Partýpinnar á leið í frysti.
Partýp­inn­ar á leið í frysti. wholefully.com
Hnetusmjör og dökkt súkkulaði eru himnesk blanda.
Hnetu­smjör og dökkt súkkulaði eru him­nesk blanda. wholefully.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert