Tobba Marinósdóttir
Trufflur eru bæði bragðgóðar og smart góðgæti til að bjóða upp á sem eftirrétt, með kaffinu eða góðu vínglasi - jii eða hreinlega kampavíni!
Þessi uppskrift er einstaklega fljótleg og bragðgóð. Það er líka örugglega gott að setja 2 msk af líkjör í hana. Trufflur eru líka falleg gjöf í fallegu boxi eða kassa.
200 g 70% súkkulaði
4 msk gróft möndlu- eða heslihnetusmjör
4 msk rjómi eða kókosrjómi
Möndlumjöl eða hakkaðar heslihnetur til að velta trufflunum upp úr.
Bræðið súkkulaðið og hnetusmjörið yfir vatnsbaði.
Bætið því næst rjómanum við. Þá breytist blandan í þykkan massa.
Látið massann kólna í kæli.
Mótið kúlur úr massanum og veltið þeim upp úr möndlumjöli eða heslihnetum.
Geymið trufflurnar í kæli.