„Mér þykir fátt skemmtilegra og girnilegra en litríkur matur, en þessi fiskréttur minn uppfyllir það og meira til! Svo er hann líka bara sjúklega bragðgóður!“ segir Snorri á snorrieldar.com en hann er mikill ferðalangur í matargerð sinni og hoppar milli landa eða jafnvel heimsálfa oft í viku. Það er tilvalið að gera þennan litríka fiskrétt í dag enda þarf mánudagsýsan ekki að vera leiðinleg né litlaus.
„Mangó-avókadó salsað setur punktinn yfir i-ið í gleðinni, en það kemur ferskt inn á móti chilíinu og alveg smellpassar með kryddblöndunni. Ég nota chipotle chili-duft í kryddblönduna, en það er meira reykbragð af því en venjulegu chili-dufti og það er ekki endilega til á öllum heimilum. Það er þó alveg óhætt að nota bara venjulegt chili-duft í staðinn.“
- Fyrir 2 -
400 g ýsa
5 ml cumin
3 ml púðursykur
2 ml chipotle chili-duft (eða venjulegt chilllí duft)
2 ml reykt paprika
2 ml hvítlauksduft
1 ml borðsalt
500 g grasker (butternut squash)
1 avókadó
1/2 mangó
1/2 rauðlaukur
8 g kóríander
1/2 lime