Nútímapungar - frábært millimál

Ljósmynd/MyModernCookery

Fyr­ir þá sem eru ekki al­veg að ráða við hrút­spunga­átið – eða sneiða hjá kjötvör­um  er til­valið að bjóða upp á eitt­hvað nýtt og spenn­andi á þorra­blót­inu. Ef ykk­ur er stór­lega mis­boðið þá megið þið bara sleppa því að lesa lengra en fyr­ir ykk­ur hin sem eruð aðeins hress­ari þá er hér upp­skrift­in að kó­kos­hnetu-, lime- og blá­berja­pung­um sem eiga að keyra upp ork­una!

Höf­und­ur þess­ara nú­tíma punga hafði þó ekki ís­lensk þorra­blót í huga held­ur var hún meira að pæla í sniðugu orkusnakki sem hægt væri að grípa með sér hvert sem er. Hún bend­ir á að hægt sé að leika sér með upp­skrift­ina og skipta út blá­berj­um fyr­ir súkkulaði og vanillu fyr­ir lime-saf­ann en okk­ur líst vel á þetta og birt­um hér með – full­viss um að þess­ir krútt­p­ung­ar eigi eft­ir að slá í gegn á þorra­blót­um lands­manna í ár.

Upp­skrift:

  • ½ bolli möndlu­f­lög­ur
  • ½ bolli kó­kos­flög­ur
  • safi og rif­inn börk­ur af einu lime
  • ¼ bolli hun­gang
  • 1 bolli hafr­ar
  • ½ bolli hamp­fræ eða hör­fræ
  • ½ bolli þurrkuð blá­ber

Aðferð:

  1. Setjið möndl­urn­ar, kó­kos­flög­urn­ar, lime-börk­inn, lime-saf­ann og hun­angið í mat­vinnslu­vél og maukið uns það er orðið mjúkt.
  2. Bætið við helm­ingn­um af höfr­un­um og maukið enn bet­ur.
  3. Takið maukið í skál og bætið við hinum helm­ingn­um af höfr­un­um, hamp­fræj­un­um og blá­berj­un­um. Blandið vel sam­an. Á þessu stigi gæti bland­an litið út fyr­ir að hald­ast ekki sam­an en hún mun gera það.
  4. Búið til tólf kúl­ur og verið óhrædd við að nota hend­urn­ar.
  5. Geymið kúl­urn­ar í kæli. Þær geta geymst í allt að viku.
Ljós­mynd/​MyModernCookery
Ljós­mynd/​MyModernCookery


Heim­ild: My Modern Cookery

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert