Fyrir þá sem eru ekki alveg að ráða við hrútspungaátið – eða sneiða hjá kjötvörum – er tilvalið að bjóða upp á eitthvað nýtt og spennandi á þorrablótinu. Ef ykkur er stórlega misboðið þá megið þið bara sleppa því að lesa lengra en fyrir ykkur hin sem eruð aðeins hressari þá er hér uppskriftin að kókoshnetu-, lime- og bláberjapungum sem eiga að keyra upp orkuna!
Höfundur þessara nútíma punga hafði þó ekki íslensk þorrablót í huga heldur var hún meira að pæla í sniðugu orkusnakki sem hægt væri að grípa með sér hvert sem er. Hún bendir á að hægt sé að leika sér með uppskriftina og skipta út bláberjum fyrir súkkulaði og vanillu fyrir lime-safann en okkur líst vel á þetta og birtum hér með – fullviss um að þessir krúttpungar eigi eftir að slá í gegn á þorrablótum landsmanna í ár.
Uppskrift:
Aðferð:
Heimild: My Modern Cookery