Djúsí snitzel með kartöflumús

Kartöflumús og sósa eru meðlæti sem allir elska.
Kartöflumús og sósa eru meðlæti sem allir elska. ljufmeti.com

„Ég fékk óstjórn­lega löng­un í snit­sel um dag­inn sem endaði auðvitað með að það var snit­sel í kvöld­mat­inn skömmu síðar. Mér þykir all­ur mat­ur í raspi góður en elda þannig mat þó furðu sjald­an. Ég bar snit­sel­inn fram með kart­öflumús, pip­arsósu og rifs­berja­hlaupi. Súpergott,"seg­ir Svava okk­ar í nýrri færslu á Ljufmeti.com 

Djúsí snitzel með kartöflumús

Vista Prenta

8 úr­beinaðar grísakótilett­ur
2 dl hveiti
2 egg
2 dl brauðrasp eða Pan­ko
salt og pip­ar
olía (ekki ólífu­olía)
Byrjið á að berja kótilett­urn­ar með flötu hliðinni á buff­hamri til að ná þeim þunn­um. Kryddið báðar hliðar síðan með pip­ar og salti.

Setjið hveiti í eina skál, hrærð egg í aðra skál og brauðrasp í þriðju skál­ina. Veltið kótelett­un­um fyrst upp úr hveit­inu, síðan egg­inu og að lok­um brauðraspin­um.

Hitið vel af olíu á pönnu, þannig að það sé um 1 cm lag yfir pönn­unni. Steikið snit­sel­inn í um 2-3 mín­út­ur á hvorri hlið. Takið snit­sel­inn af pönn­unni og yfir á disk klædd­an eld­húspapp­ír. Berið strax fram með kart­öflumús og sósu.

Djúsí mömmumatur sem vekur upp ljúfar minningar.
Djúsí mömm­umat­ur sem vek­ur upp ljúf­ar minn­ing­ar. ljufmeti.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert