Kínóa- og chiagrautur með granateplum

Dásamlegur og nærandi morgungrautur að hætti Júlíu.
Dásamlegur og nærandi morgungrautur að hætti Júlíu.
Kínóa er ein af þess­um heilsu­vör­um sem eru í tísku um þess­ar mund­ir. Von­andi er þessi „tísku­vara“ kom­in til að vera því kínóa er stút­fullt af prótein­um, góðum fitu­sýr­um og glút­en­laust. Þá er það spurn­ing­in: hvað á að gera við þessi fræ?

Kínóa má nota í morg­un­mat, há­deg­is­mat og kvöld­mat, sem aðal­rétt eða meðlæti, í graut, sus­hi, kök­ur, salöt, pot­trétti, súp­ur, borg­ara og í vefj­una svo eitt­hvað sé nefnt. Kínóa­fræ­in eru tal­in hin full­koma pró­tín­fæða og geta því hentað í hvaða máltíð sem er. Hægt er að nota þau í stað hrís­grjóna.

Hér kem­ur dá­sam­lega ein­föld upp­skrift af kínóa­graut frá Júlíu okk­ar á Lifdu­tilfulls.is

Kínóa- og chiagrautur með granateplum

Vista Prenta
chia-fræ í bleyti (1 á móti 4 af vatni)
kínóa­f­lög­ur eða fræ (1 á móti 3 af vatni)
smá salt (val)
¼ af fræj­um úr granatepli

Skolaðu kínóa­fræ­in. Settu þau síðan í pott með 2 dl af kínóa og 6 dl af vatni.
Láttu suðu koma upp og lækkaðu þá und­ir og láttu sjóða í 5-15 mín. (Ef þú ert með kínóa­f­lög­ur taka þær aðeins 5-7 mín en kínóa­grjón taka rúm­lega 15 mín.)

Í box eða skál sam­einaðu þá 1 dl chia-fræ með 4 dl vatni, hrærðu eða hristu vel og láttu bíða í ís­skáp eða við stofu­hita.

Af­hýddu granateplið. Ein­fald­asta aðferðin hér er að skera bút úr hýðinu og ein­fald­lega nota fing­urna til að rífa hann í sund­ur eins og með app­el­sínu­börk. Tíndu út granatepl­in og settu þau í skál. Skolaðu síðan með vatni og þá tek­ur þú eft­ir því að eitt­hvað af hýðinu (ef það er til staðar) byrj­ar að fljóta efst.

Í morg­un­skál hrærðu chia og kínóa vel sam­an (bættu salt­inu við hér – val) og toppaðu með brak­andi fersk­um granatepl­um.

Holl­ráð til að njóta graut­ar­ins enn frek­ar:
Leggðu kínóa í bleyti yfir nóttu, þá eld­ast þau fyrr.

Bón­us holl­ráð:

Settu lít­inn líf­ræn­an dökk­an súkkulaðimola út í graut­inn og hrærðu þar til súkkulaðið bráðnar, hér færð þú smá auka ást úr grautn­um.

Júlía Magnúsdóttir leggur mikið upp úr staðgóðum morgunverði.
Júlía Magnús­dótt­ir legg­ur mikið upp úr staðgóðum morg­un­verði. Tinna Björt
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert