Brjáluð bolla með Piparkroppi og lakkríssósu

Guðdómleg lakkrísbolla að hætti Berglindar á grgs.is.
Guðdómleg lakkrísbolla að hætti Berglindar á grgs.is.

Bolludagurinn er á næsta leyti (27. feb) og því tilvalið að skella sér í tilraunabakstur um helgina. Bolludagsbæklingur Nóa Síríus kemur út í dag en það er snillingurinn og matarbloggarinn Berglind Guðmundsdóttir á grgs.is sem er höfundur uppskirftanna sem eru æði girnilegar. Hér kemur ein stórkostleg uppskrift úr bæklingnum sem gaman er að spreyta sig á fyrir bolludaginn.

Bolla með Piparkroppi og lakkríssósu

Fylling:
500 ml rjómi
4 msk. flórsykur
1 msk. lakkrísduft
100 g Piparkropp, mulið gróflega
100 g Nóa lakkríssúkkulaði, saxað

Lakkríssósa:
300 g Nóa lakkrískurl
6 msk. rjómi

Aðferð:
Fylling: Þeytið rjómann ásamt flórsykri.
Bætið muldu Piparkroppi og söxuðu Nóa lakkrís súkkulaði varlega saman við með sleif.

Lakkríssósa: Bræðið lakkrískurl og rjóma saman við vægan hita í stutta stund. Setjið rjómafyllingu á milli og hellið lakkríssósu yfir bolluna.

Gerbollur
15-18 stk.

100 g smjör
3 dl mjólk
50 g þurrger
1 egg
75 g sykur
1 tsk. salt 
500 g hveiti
1 tsk. kardimommudropar

Aðferð:
Bræðið smjör og mjólk saman. Þegar blandan er fingurvolg bætið þá þurrgerinu saman við. Setjið egg, sykur, salt og kardimommudropa saman við blönduna og hrærið. Setjið hveiti í skál, gerblönduna saman við og hnoðið lítillega. Látið deigið hefa sig í um 30-40 mínútur eða þar til deigið hefur tvöfaldast í stærð.

Mótið litlar bollur úr deiginu og setjið á ofnplötu með smjörpappír. Látið hefast í um 15 mínútur. Penslið því næst bollurnar með eggi og bakið í 225°C heitum ofni í um 7-8 mínútur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka