Lágkolvetnapítsa crossfit-kroppsins

Jakobína er grjóthörð í mataræðinu.
Jakobína er grjóthörð í mataræðinu.

Jakobína Jóns­dótt­ir cross­fit-þjálf­ari opn­ar í dag glæsi­lega cross­fit-stöð út á Granda. 

Jakobína er vin­sæll þjálf­ari og ekki síður af­reks­kona í eld­hús­inu. Þegar hún ætl­ar að gera vel við sig skell­ir hún gjarn­an í meatza sem er brauðlaus pítsa en hakkið mynd­ar botn sem áleggið fer ofan á. Virki­lega gott stöff. 

Kjötsa er brauðlaus pítsa. Jakobína hleður gjarnan girnilegu grænmeti á …
Kjötsa er brauðlaus pítsa. Jakobína hleður gjarn­an girni­legu græn­meti á sína kjötsu. Krist­inn Magnús­son

Lágkolvetnapítsa crossfit-kroppsins

Vista Prenta

Meatza (kjötsa)

1 pakki nauta­hakk (450 g sirka)
1 egg
2 msk. or­egano
1 msk. basilika
1/​3 tsk. salt
1/​4 tsk. pip­ar
1 dós maukaðir tóm­at­ar (notaði frá Sollu)
½ dós tóm­at­púrra (notaði frá Sollu)

Álegg eft­ir smekk t.d.:
1 Paprika
1 pakki svepp­ir
1 lauk­ur
10 stk. kirsu­berjatóm­at­ar
1 poki mozzar­ella ost­ur, rif­inn

Botn­inn

Nauta­hakki, eggi, or­egano, basiliku, salti og pip­ar blandað vel sam­an í skál. Þjappað vel sam­an á ofnskúffu (gott að hafa bök­un­ar­papp­ír á ofnskúff­unni) með skeið og út­bú­inn nokkuð þunn­ur og þétt­ur botn. Botn­inn er sett­ur inn í 180 gráðu heit­an ofn í 5-8 mín­út­ur eða þar til hann er orðinn nokkuð brúnn en þá er hann tek­inn út og mesti vökvinn tek­inn af hon­um (gott að nota eld­húspapp­ír).


Sós­an
Maukuðum tómöt­um hellt í skál og smá tóm­at­púrru bætt við auk or­egano, basiliku, salti og pip­ar. Öllu hrært sam­an og smakkað til.


Því næst er sós­unni dreift vel yfir all­an botn­inn og græn­meti eft­ir smekk. Ost­in­um er svo stráð yfir áleggið og í lok­in er or­egano stráð yfir ost­inn. Bakað í aðrar 15 mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn er tek­inn að gyll­ast og græn­metið orðið eldað.

Grandi101 er ný crossfit-stöð úti á Granda.
Grand­i101 er ný cross­fit-stöð úti á Granda.
Jakobína er með opnunarpartý í dag til kl. 15.
Jakobína er með opn­un­ar­partý í dag til kl. 15.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert