„Í miðjunni er unaðsleg ostakökufylling með súkkulaðibitum sem gleðja bragðlaukana sérstaklega. Oftast finnst mér þægilegast að gera þessa dýrðlegu bita í múffuformum eða múffuálbakka þar sem auðvelt er að setja þá fallega á disk fyrir gesti, og maður fær fleiri bita úr uppskriftinni með þeim hætti,“ segir Linda Björk Ingimarsdóttir matarbloggari á eatrvk.com en hún er reglulegur gestur á síðum Matarvefsins.
75 g sykur
1 egg
200 g suðusúkkulaði, saxað
1 bolli (210 g) sykur
¼ bolli (30 g) gott kakó
1 tsk. matarsódi
½ tsk. salt
1 bolli vatn
½ bolli ólífuolía
1 tsk. vanilludropar
1 msk. gott edik
Hrærið saman rjómaosti, sykri og eggi. Þegar hræran er kekkjalaus og jöfn, bætið þá söxuðu súkkulaði út í og setjið til hliðar.
Blandið í hrærivélarskál saman hveiti, sykri, kakói, sóda og salti. Þegar það er komið saman, slökkvið á vélinni og setjið vatn, olíu, vanillu og edik saman við hveitið og hrærið rólega þar til allt hefur blandast vel saman. Athugið að hræra ekki of mikið, mest 2 mín.
Það er hægt að setja deigið í brúnkuform og hella þá helmingnum af deiginu í form sem búið er að pensla, setjið svo ostakökutoppinn á milli og rest af súkkulaðideiginu yfir. Bakið í 35-40 mínútur á 175 gráðum eða þar til deigið festist ekki við prjón sem stungið er í. Ef baka á múffur, (sem mér þykir alltaf best:) setjið þið deigið í pappírsform (muffins, deigið er þunnt því er gott að vera með formin í muffinsálbakka) ekki meira en 2/3 full og setjið eina góða teskeið af toppinum efst. Bakið í 15-20 mínútur á 175 gráðum.