Kjötbollur í ostasósu með sultu

Djúsí partýréttur sem fæstir myndu afþakka.
Djúsí partýréttur sem fæstir myndu afþakka. mbl.is/gottimatinn.is

Haltu á hundinum mínum á meðan ég stekk út í búð, hvað þessi uppskrift er djúsí! Bollurnar og sósutryllingurinn gæti vel hentað sem partýréttur, í fermingarveisluna eða í kvöldmat ef góðu salati er bætt við. Uppskriftin er eftir Ernu Sverrisdóttur og er fengin að láni frá vefsíðunni girnilegu gottimatinn.is

Kjötbollur í ostasósu

Kjötbollur:
1½ dl hvítt brauð, skorið í teninga
½ dl matreiðslurjómi
500 g nautahakk
1 tsk. fennelfræ
1 tsk. þurrkað timjan
1 stk. egg
fínrifinn börkur af einni sítrónu
sjávarsalt og svartur pipar
örlítið hveiti
smjör og olía til steikingar

Ostasósa:
1 msk. smjör
1 msk. hveiti
3½ dl matreiðslurjómi
2½ dl fínrifinn parmesanostur
2½ dl rifinn mozzarella ostur í poka
1½ dl rifinn gratínostur í poka
sjávarsalt og svartur pipar

Hindberjasulta:
3 dl frosin hindber
0,33 dl sykur
1 msk. eplasíderedik

<strong>Aðferð:</strong>

Þessi uppskrift dugar í um 22 kjötbollur:

1. Setjið brauðið í stóra skál og hellið ½ dl af matreiðslurjóma yfir. Látið standa í 5 mínútur.

2. Myljið fennelfræin í morteli eða með sleif. Setjið út í skálina ásamt nautahakki, timíani, eggi og sítrónuberki. Blandið saman með höndunum. Smakkið til með salti og pipar. Mótið síðan bollur úr farsinu. Stærð fer eftir smekk.

3. Sáldrið örlitlu hveiti yfir bollurnar og steikið upp úr blöndu af ólífuolíu og smjöri. Setjið í eldfast mót.

4. Bætið 1 msk. af smjöri á pönnuna sem þið steiktuð kjötbollurnar á. Hrærið hveiti saman við og látið sjóða. Hellið matreiðslurjóma út í smátt og smátt og hrærið stöðugt í þar til sósan þykknar. Takið af hitanum og setjið parmesean-ost saman við. Hrærið og smakkið til með salti og pipar. Hellið sósunni yfir bollurnar og sáldrið mozzarella- og gratínosti yfir.

5. Bakið í ofni við 220° í 15-20 mínútur.

6. Útbúið hindberjasultu á meðan. Setjið hindber og sykur í pott á háum hita. Hrærið. Látið malla á meðalhita þegar sykurinn er bráðinn, í 10 mínútur eða svo. Setjið þá edikið saman við. Hrærið og látið kólna í skál eða krukku.

Dreifið smá sultu yfir og berið fram með brauðbollum og afganginum af sultunni.

Það má vel sleppa brauðbollunum og bera bollurnar fram í …
Það má vel sleppa brauðbollunum og bera bollurnar fram í móti með góðu salati. mbl.is/gottimatinn.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka