Popp sem hristir upp í heilanum

Glæsilegt er það. Grænt og fagurt.
Glæsilegt er það. Grænt og fagurt. Ljósmynd/The Kitchn

Eins og glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir höfum við hér á matarvefnum mikinn áhuga á poppkorni. Þegar við heyrum af nýjum tilbrigðum verðum við óhjákvæmilega mjög glaðar og skyldi engan undra.

Þetta tilbrigði er virkilega spennandi en búið er að setja matcha-duft yfir poppið og bræða súkkulaði yfir. Okkur langar að hvetja ykkur til að prófa og við erum spennt að heyra hvernig útkoman er.

Þessi uppskrift er fengin frá vinum okkar í The Kitchn og þar eru poppurum jafnframt gefin nokkur góð ráð.

Skotheld popptrix:

  • Ekki setja lok á poppið, bara slettuvarnargrind eða hvað sem það kallast. Poppið getur orðið mjúkt ef það er í of miklum raka.
  • Settu fyrst nokkur poppkorn í pottinn og bíddu með afganginn þar til kornin sem þú upphaflega settir í pottinn hafa poppast.
  • Hristu pottinn reglulega til að koma í veg fyrir að poppið brenni.
  • Ekki nota bara smjör þar sem það brennur auðveldlega. Ef þú ert sólgin/n í smjör skaltu blanda það með olíu þar sem olían þolir mikinn hita.
  • Ekki poppa á háum hita. Stilltu helluna á miðlungshita og vertu frekar þolinmóð/ur.

Uppskrift

  • 2 msk. canola-olía
  • ½ bolli poppmaís
  • 80 gr. súkkulaði
  • 1 msk. kókosolía
  • 2 tsk. matcha-duft
  • 1 tsk. sjávarsalt

Aðferð

  1. Settu nokkur poppkorn í pott ásamt olíu. Þegar þau fara að poppast skaltu setja afganginn yfir.
  2. Bræddu súkkulaðið og settu kókosolíuna saman við í potti á lágum hita. Stráðu matcha-duftinu yfir poppið og passaðu upp á að það dreifist vel. Síðan skaltu sáldra súkkulaðinu yfir poppið og loks saltinu. Settu í kæli til að súkkulaðið festi sig betur.
Við erum yfir okkur hrifin af þessari útfærslu.
Við erum yfir okkur hrifin af þessari útfærslu. Ljósmynd/The Kitchn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka