Regnbogamúffur sem gleðja

Regnbogamúffur eru hrikalega hressar.
Regnbogamúffur eru hrikalega hressar. Pintrest.com

Fal­leg­ar eru þær og lífga upp á hvert boð sem þær mæta í. Fyr­ir þá sem nenna ómögu­lega að baka heila regn­boga­köku er þetta ágæt­is mála­miðlun enda múff­urn­ar mun meðfæri­legri sak­ir smæðar sinn­ar.

Aðferðin er merki­lega ein­föld og við skor­um á ykk­ur að senda okk­ur mynd af út­kom­unni á mat­ur@mbl.is eða merkja þær á In­sta­gram #matur­ambl.is

Regnbogamúffur sem gleðja

Vista Prenta

Regn­boga­kök­ur

  • 230 g hveiti
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • ¼ tsk. mat­ar­sódi
  • ½ tsk. salt
  • 160 ml mjólk (við stofu­hita)
  • Börk­ur af einni sítr­ónu – fínt rif­inn
  • Safi úr ½ sítr­ónu
  • 12 msk. ósaltað smjör (við stofu­hita)
  • 200 g syk­ur
  • 3 stór­ar eggja­hvít­ur (við stofu­hita)
  • Rauður, app­el­sínu­gul­ur, gul­ur, grænn, blár og fjólu­blár mat­ar­lit­ur

Krem

  • 140 gr syk­ur
  • 2 stór­ar eggja­hvít­ur (við stofu­hita)
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • ½ tsk. cream of tart­ar
  • salt á hnífsoddi

Aðferð

  1. Hitið ofn­inn upp i 170 gráður. Notið múffu-bök­un­ar­form og setjið hvít form ofan í hvert og eitt. (Við mæl­um með að þið notið hvít svo að regn­bog­inn sjá­ist í gegn.
  2. Hrærið sam­an hveiti, lyfti­dufti, mat­ar­sóda og salti og setjið til hliðar. Í ann­arri skál skal hræra sam­an mjólk, sítr­ónusafa og vanill­unni. Setið til hliðar. Hrærið næst sam­an smjör­inu, ¾ sykr­in­um og sítr­ónu­berk­in­um (sem er rif­inn mjög fínt niður) í hræri­vél á miðlungs­hraða í fimm mín­út­ur eða svo. Hægið á hræri­vél­inni og setið hveiti­blönd­una ró­lega sam­an við í litl­um skömmt­um í bland við mjólk­ur­blönd­una. Fyrst hveiti, svo mjólk og svo koll af kolli þar til deigið er full­blandað. Aukið hraðann á hræri­vél­inni í smá stund.
  3. Þeytið eggja­hvít­urn­ar í góða stund uns þær eru orðnar froðukennd­ar. Setjið af­gang­inn af sykr­in­um ró­lega sam­an við og haldið áfram þangað til að bland­an er orðin fal­lega stíf. Notið plasts­leif og hrærið eggja­blönd­unni ró­lega sam­an við deigið.
  4. Skiptið deig­inu upp í sex jafn­stóra skammta og setið mat­ar­lit­inn sam­an við. Farið var­lega ef þið viljið ekki að deigið verði of dökkt á lit­inn.
  5. Byrjið á fjólu­bláa deig­inu og setjið 1 og ½ te­skeið í hvert form. Reynið að láta deigið dreifa sér vel á botn­in­um. Næst setjið þið blátt, svo gult, því næst app­el­sínu­gult og loks rautt deig efst.
  6. Bakið í 20 mín­út­ur eða svo og kælið í fimm mín­út­ur eft­ir að kök­urn­ar eru komn­ar úr ofn­in­um.
  7. Und­ir­búið kremið með því að þeyta sykr­in­um sam­an við eggja­hvít­urn­ar, vatnið, vanill­una, salti og cream of tart­ar (sem er eitt af þess­um furðuefn­um sem leyn­ast víða. Hér er link­ur á nán­ari upp­lýs­ing­ar.) Þeytið með handþeyt­ara (eða í hræri­vél) þar til kremið er orðið af­burða stíft og fínt. Setjið í sprautu­poka og skreytið kök­urn­ar eft­ir kúnst­ar­inn­ar regl­um.
  8. Njótið vel.
Falleg er hún og syndsamlega girnileg. Þessi elska myndi sko …
Fal­leg er hún og synd­sam­lega girni­leg. Þessi elska myndi sko án efa hressa við hvaða veislu sem er. Pintrest.com
Hér er sett skraut ofan á kremið til að flippa …
Hér er sett skraut ofan á kremið til að flippa enn meira. Pintrest.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert