Bounty-bitar heilsukroppsins

Ásdís Ragna Ein­ars­dótt­ir grasa­lækn­ir er ákaf­lega mik­il gleðisprengja. Hún er haf­sjór af fróðleik um grasa­lækn­ing­ar, hreint mat­ar­ræði og heilsu og hún elsk­ar mat. Hún nær á ótrú­lega góðan máta að sam­eina þetta allt sam­an í hollu og bragðgóðu mataræði sem hún deil­ir gjarn­an á vefsíðu sinni en þaðan er þessi upp­skrift kom­in. 

„Þessi upp­skrift er svo ein­föld og fljót­leg að maður skutl­ar í hana á núll einni! Ég geri mér oft svona Bounty-bita og reyni að eiga þá til í frysti þegar mann lang­ar í eitt­hvað sætt með kaff­inu eða eft­ir mat á góðum degi,“ seg­ir Ásdís en hún held­ur reglu­lega nám­skeið um hreint mataræði.

Ásdís er vinsæll fyrirlesari og kennari en hún heldur úti …
Ásdís er vin­sæll fyr­ir­les­ari og kenn­ari en hún held­ur úti síðunni grasala­ekn­ir.is.


„Ég mæli líka með að þið prófið ykk­ur áfram með sætu­efni en þið getið ým­ist notað líf­rænt hun­ang, aga­ve, hlyns­íróp eða notað syk­ur­laust síróp eins og Fibers­irop, sem er nýtt lág­kol­vetna sætu­efni. Þið getið ým­ist skellt þessu í bita, rúllað í kúl­ur eða sett gúm­melaðið í síli­kon-köku­form og haft sem köku­botn og brætt svo súkkulaðið yfir. Ég geri það mjög oft að gera úr þessu köku­botn, læt þetta aðeins taka sig í fryst­in­um, bræði súkkulaðið yfir og sker svo í alls kon­ar „chun­ky“ pass­lega bita og set í gott box og aft­ur í frysti til að eiga til góða. Mæli með Val­or 70% súkkulaði með stevíu (no added sug­ar) eða Ca­valier-súkkulaðinu (syk­ur­laust sætt) eða hvaða súkkulaði sem þið fílið, mér finnst líka 75% frá Naturata mjög gott.“ 

Bounty-bitar heilsukroppsins

Vista Prenta

2 boll­ar kó­kos­mjöl
1 bolli fljót­andi kó­kosol­ía
Smá vanillu­duft eða vanillu­stevía ef vill
1-2 mat­skeiðar líf­rænt aga­ves­íróp eða hun­ang
150 g dökkt líf­rænt súkkulaði

Aðferð:

  1. Öllu hrá­efn­inu, nema súkkulaðinu, er hrært sam­an í stóra skál. Blönd­unni er svo þjappað í form ofan á bök­un­ar­papp­ír. Þetta er haft í frysti í u.þ.b. 20-30 mín­út­ur.
  2. Þá er „kak­an“ tek­in út úr frysti og skor­in niður í hæfi­lega stóra bita. Súkkulaðið er svo brætt yfir vatnsbaði og bit­un­um velt upp úr súkkulaðinu.
  3. Bounty-bit­un­um er þá raðað á bök­un­ar­papp­ír og hafðir aft­ur inni í frysti í nokkr­ar mín­út­ur þar til súkkulaðið er storknað.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert