Eldhúsdólgarnir eru mættir aftur. Tobba Marinósdóttir, ritstýra Matarvefjarins, og Þóra Sigurðardóttir rithöfundur útbúa hér dásamlega einfalda og góða jógúrt frá grunni en það kostar lítið annað en mjólkurlítra að útbúa heilan lítra af jógúrt. Þóra fékk uppskriftina hjá móður sinni sem borðar aldrei neitt annað í morgunmat. Tobba toppar svo jógúrtsnilldina með stökkum hnetutoppi sem hún útbýr með döðlusírópi. Hnetutoppurinn er trylltur á jógúrt, eftirrétti, sem snakk eða ofan á tertur.
Heimagerð jógúrt
1 lítri nýmjólk
2 msk. grísk jógúrt eða jógúrtgerlar
Hitamælir (fæst t.d. í Ámunni)
Krukka (gott að setja soðið vatn í hana svo hún sé sótthreinsuð)
Aðferð. Sjá myndband.
Stökkur hnetutoppur sem tryllir lýðinn
100 g möndlur
100 g pekanhnetur
50 - 100 g kókosflögur
50 g rúsínur
salt
1 tsk. vanilluduft
2 msk. döðlusíróp
Sjá aðferð í myndbandi. Ath., það er líka óskaplega gott að setja 2 msk. af kakónibbum ef þið viljið flippa!