Syndsamlegt avókadó- og bananabrauð

Ljósmynd/Nadia´s Healty Kitchen

Bara nafnið á þess­ari dá­semd ætti að fá meðal­hjartað til þess að slá örar. Upp­skrift­in er frem­ur ein­föld og bráðholl og ekki spill­ir fyr­ir að brauðið er 100% veg­an. Reynd­ar er boðið upp á hefðbundn­ari út­gáfu þannig að þið stjórnið þessu sjálf. En mitt í öllu súkkulaðiát­inu er þetta sem vin í eyðimörk­inni. Dá­sam­lega bragðgott og al­gjör­lega ómót­stæðilegt.

Upp­skrift­in er feng­in frá blogg­inu Nadi­as Healty Kitchen sem er í miklu upp­á­haldi. Þar er að finna urm­ul holl­ustu­upp­skrifta en höf­und­ur þess hef­ur notað fæðuna til að vinna bug á hinum ýmsu kvill­um með hollu og góðu mataræði.

Ljós­mynd/​Nadia´s Healty Kitchen

Syndsamlegt avókadó- og bananabrauð

Vista Prenta

Synd­sam­legt avóka­dó- og ban­ana­brauð

  • 120 g spelt­hveiti
  • 55 g hafr­ar
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • 1 tsk. mat­ar­sódi
  • 1 tsk. kanil­duft
  • 1/​2 tsk. salt
  • 4 msk. stevía (eða syk­ur að eig­in vali)
  • 4 msk./​30 g kó­kossyk­ur (eða syk­ur að eig­in vali)
  • 2 stór­ir og vel þroskaðir ban­an­ar
  • 1 vel þroskað avóka­dó
  • 1 chia-egg (sem er búið til með því að blanda sam­an 1 msk. af chia-fræj­um og 3 msk. af vatni) – eða þú get­ur bara notað venju­legt egg.
  • 2 msk. olía (canola, kó­kos eða hvað sem þú vilt)
  • 1/​2 tsk. vanillu paste (eða 1 tsk. vanillu­drop­ar)

Aðferð

  1. Hitið ofn­inn upp í 180 gráður (160 gráður ef þið notið blástur­inn)
  2. Skerið avóka­dóið í tvennt, takið stein­inn og skafið kjötið út og setjið í bland­ara ásamt ban­ön­un­um. Blandið þar til mjúkt og fal­legt.
  3. Bætið við chia-egg­inu - eða venju­lega egg­inu, vanill­unni og ol­í­unni.
  4. Í stóra skál skuluð þið setja sam­an öll þur­refn­un­in og blanda vel.
  5. Hellið blautu hrá­efn­un­um sam­an við þau þurru og blandið blíðlega sam­an.
  6. Setjið blönd­una í brauðform og bakið í 40-50 mín­út­ur.

Nær­ing­ar­inni­hald í hverri sneið:

  • Hita­ein­ing­ar: 166
  • Prótein: 3,2 g
  • Kol­vetni: 24 g (6,9 úr sykri)
  • Fita: 7,7 g
  • Trefjar: 4,6 g
Ljós­mynd/​Nadia´s Healty Kitchen
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert