Sykurlaust döðlugott fer sigurför um eldhús landsins

Döðlugottið er stútfullt af steinefnum og trefjum. Í stað kínóa …
Döðlugottið er stútfullt af steinefnum og trefjum. Í stað kínóa má einnig nota sykurlaust granóla. mbl.is/Íris Ann

Gleðilegt sum­ar kæru les­end­ur. Ég gaf ný­verið út ansi sum­ar­lega og sæta mat­reiðslu­bók sem heit­ir Nátt­úru­lega sætt en aðeins er not­ast við nátt­úru­lega sætu á borð við ávexti í bók­inni. Syk­ur­laust er því í þeim skiln­ingi að ekki er um viðbætt­an syk­ur að ræða held­ur sætt hrá­efni sem inni­held­ur einnig víta­mín og nær­ingu og nýt­ist því kroppn­um bet­ur en hefðbund­inn syk­ur. Stund­um sting ég upp á stevíu, hun­angi eða döðlus­írópi en því má sleppa ef vill.

Ég bauð upp á döðlugott úr bók­inni í út­gáfu­veisl­unni sem er ein vin­sæl­asta upp­skrift­in úr bók­inni. Gest­irn­ir kláruðu vel á annað hundrað bita svo nokkuð ljóst er að döðlugottið var ásætt­an­legt og ég hef fengið marg­ar ábend­ing­ar um vel heppnaðan „bakst­ur“ í kjöl­farið í eld­hús­um lands­ins. 

Auk döðlugottsins var boðið upp á smágerðar granateplaostakökur.
Auk döðlugotts­ins var boðið upp á smá­gerðar granatepla­osta­kök­ur. mbl.is/Í​ris Ann

Sykurlaust döðlugott fer sigurför um eldhús landsins

Vista Prenta

Botn
300 g mjúk­ar döðlur
2 dl kó­kosol­ía
Sjáv­ar­salt
Góð vanilla – duft eða drop­ar
1 msk. ósætt kakó
75 g kínóapuffs (má einnig nota syk­ur­laus granóla)

Milli­lag – eitt­hvað af eft­ir­far­andi. Ég nota 2-3 teg­und­ir

Rús­ín­ur
Kó­kos­flög­ur
Goji-ber (geggjað)
Salt­hnet­ur
Kakónibb­ur
Möndl­ur
Val­hnet­ur
Pek­an­hnet­ur
Hesli­hnet­ur
Örlítið salt

Bráð

120 g hnet­ur- eða möndl­u­smjör
80 g kakós­mjör
80 g ósætt kakó – má vera minna ef þú vilt ekki mjög dökkt súkkulaði
Salt á hnífsoddi
2-3 msk. hun­ang (ef þú ert ekki al­veg syk­ur­laus) eða 30 drop­ar kara­mellu­stevía eða 3 msk. döðlus­íróp (niðursoðnar döðlur) –  má sleppa en þá er súkkulaðið al­veg ósætt.

Leiðbein­ing­ar

Botn

  1. Döðlurn­ar eru lagðar í bleyti í sjóðandi heitu vatni í 10 mín­út­ur.
  2. Vatn­inu er hellt af og döðlurn­ar sett­ar í mat­vinnslu­vél ásamt kakói, vanillu, fljót­andi kó­kosol­íu og klípu af sjáv­ar­salti.
  3. Vél­in er lát­in ham­ast þar til úr verður kekkjalaus kara­mella.
  4. Þá er kínóapuffs­inu hrært var­lega sam­an við þar til úr verður þykk og fal­leg blanda.
  5. Setjið bök­un­ar­papp­ír eða plast­filmu í botn­inn á kassa­laga móti (t.d. eld­föstu móti) og setjið í frysti á meðan bráðin er út­bú­in.

Bráð

  1. Kakós­mjör og hnetu­smjör er látið bráðna í potti við væg­an hita.
  2. Þegar smjörið er al­bráðið fer kakóið, steví­an, hun­angið/​sírópið og saltið út í pott­inn. Hrærið vel með gaffli og slökkvið und­ir.
  3. Mótið er tekið úr frysti og milli­lag sett ef vill. Ég notaði hnet­ur, goji-ber, kó­kos og kakónibb­ur en í raun er fínt að nota bara það sem þú átt. Salt­hnet­ur og rús­ín­ur gætu verið gott flipp líka.
  4. Súkkulaðinu er svo hellt yfir og mótið sett inn í frysti í að lág­marki 1 klst.
  5. Því næst er hægt að kippa gleðiklumpn­um upp og skera í mola! Geym­ist best í frysti.
Við Íris með gúmmelaðið á bakka. Íris Ann Sigurðardóttir tók …
Við Íris með gúm­melaðið á bakka. Íris Ann Sig­urðardótt­ir tók mynd­irn­ar í bók­inni. mbl.is/Í​ris Ann
Botninn.
Botn­inn.
Millilag.
Milli­lag.
Súkkulaðið komið ofan á.
Súkkulaðið komið ofan á.
T dadaaaa! Hér er gúmmelaðið skorið í stangir.
T dada­aaa! Hér er gúm­melaðið skorið í stang­ir. mbl.is/Í​ris Ann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert