Jamie Oliver gerir brjálaðar bláberjapönnsur í blandara

Jamie Oliver er snillingur í að sameina næringarríkan hollan mat …
Jamie Oliver er snillingur í að sameina næringarríkan hollan mat og fljótlegar aðferðir.

Svona breyt­ir þú smoot­hie - í pönnu­kök­ur! Þessi upp­skrift er frá hinum dí­sæta og dá­sam­lega Jamie Oli­ver úr bók­inni Everyday Super Food.

Við á mat­ar­vefn­um erum búin að sann­reyna upp­skrift­ina sem er mjög góð - sjá okk­ar mynd­ir hér að neðan. Við lædd­um þó einni msk af syk­ur­lausri blá­berja­sultu út í deigið þar sem fersku ber­in voru­frek­ar bragðlaus - afrakst­ur­inn var æðis­lega góður. Við notuðum kó­kosol­íu til steik­ing­ar.

Stórgóðar pönnukökur. Matarvefurinn hefur sanntreynt það ítrekað og börnin hreinlega …
Stór­góðar pönnu­kök­ur. Mat­ar­vef­ur­inn hef­ur sanntreynt það ít­rekað og börn­in hrein­lega elska þær. Lauren Zaser / Buzz­Feed

Jamie Oliver gerir brjálaðar bláberjapönnsur í blandara

Vista Prenta

1 og 1/​2 bolli fersk blá­ber
1 vel þroskaður ban­ani 
3/​4 bolli nýmjólk 
1 stórt egg
1 og 3/​4 bolli heil­hveiti
1/​4 tsk salt
2 tsk mat­ar­sódi
Olía til steik­ing­ar 

Til að toppa með:
Grísk jóg­úrt 
Ristaðar hnet­ur
Kanil
fersk ber
hun­ang 

Aðferð
Setjið helm­ing­inn af blá­berj­un­um, eggið, af­hýdda ban­ana, hveiti, mjólk, mat­ar­sóda og salt í bland­ara og blandið vel. Deigið er nokkuð þykkt og verður dá­sam­lega „flöffí" við bakst­ur.

Setjið deigið í skál og hrærið var­lega sam­an við rest­inni af fersku berj­un­um.

Setjið olíu á pönnu og steikið pönnu­kök­urn­ar uns gyllt­ar eða 2-3 mín­út­ur á hvorri hlið. 

Það er smart að búa til pönnukökuköku og bera fram …
Það er smart að búa til pönnu­köku­köku og bera fram í bröns-boðum. Lauren Zaser / Buzz­Feed
Jamie notar Vitamix blandara og hræri pönnukökurnar á sekúndum
Jamie not­ar Vitamix bland­ara og hræri pönnu­kök­urn­ar á sek­únd­um Lauren Zaser / Buzz­Feed
Hrærið varlega eftir að fersku berin eru komin út í.
Hrærið var­lega eft­ir að fersku ber­in eru kom­in út í. Lauren Zaser / Buzz­Feed
Við mælum með að nota kókosolíu til steikingar.
Við mæl­um með að nota kó­kosol­íu til steik­ing­ar. Lauren Zaser / Buzz­Feed
Matarvefurinn hefur borðað ansi margar svona pönnukökur. Það er snilld …
Mat­ar­vef­ur­inn hef­ur borðað ansi marg­ar svona pönnu­kök­ur. Það er snilld að frysta þær eða geyma í kæli og setja svo í rista­vél­ina. mbl.is/​Tobba Marinós
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert