Svona breytir þú smoothie - í pönnukökur! Þessi uppskrift er frá hinum dísæta og dásamlega Jamie Oliver úr bókinni Everyday Super Food.
Við á matarvefnum erum búin að sannreyna uppskriftina sem er mjög góð - sjá okkar myndir hér að neðan. Við læddum þó einni msk af sykurlausri bláberjasultu út í deigið þar sem fersku berin vorufrekar bragðlaus - afraksturinn var æðislega góður. Við notuðum kókosolíu til steikingar.
1 og 1/2 bolli fersk bláber
1 vel þroskaður banani
3/4 bolli nýmjólk
1 stórt egg
1 og 3/4 bolli heilhveiti
1/4 tsk salt
2 tsk matarsódi
Olía til steikingar
Til að toppa með:
Grísk jógúrt
Ristaðar hnetur
Kanil
fersk ber
hunang
Aðferð
Setjið helminginn af bláberjunum, eggið, afhýdda banana, hveiti, mjólk, matarsóda og salt í blandara og blandið vel. Deigið er nokkuð þykkt og verður dásamlega „flöffí" við bakstur.
Setjið deigið í skál og hrærið varlega saman við restinni af fersku berjunum.
Setjið olíu á pönnu og steikið pönnukökurnar uns gylltar eða 2-3 mínútur á hvorri hlið.