Flippaðar útgáfur af vinsælasta kokkteil landsins

Granatepli er ákaflega hollt og vinsælt hráefni og tilvalin í …
Granatepli er ákaflega hollt og vinsælt hráefni og tilvalin í sumardrykkinn. mbl.is/somethingnewfordinner.com

Moscow Mule hef­ur verið einn vin­sæl­asti kokkteill lands­ins síðasta ár. Hér koma nokkr­ar góðar út­færsl­ur sem henta vel í grill- eða Eurovisi­on-par­tíið.

Flippaðar útgáfur af vinsælasta kokkteil landsins

Vista Prenta

Blá­berja Moscow Mule

Þessi upp­skrift er frá Coocoo‘s Nest á Grandag­arði.

65 ml vod­ka
45 ml fersk­ur límónusafi
20 cl blá­berjasíróp
Hrist vel með klaka og svo fyllt upp með engi­fer­bjór.

Blá­berjasíróp:

250 g fros­in blá­ber
125 g hrá­syk­ur

Soðið ró­lega við lág­an hita sam­an í síróp. Kælt og geymt í hreinni krukku (sjóða krukk­una) í kæli.

Bláberja Moscow Mule er mjög ferskur og góður.
Blá­berja Moscow Mule er mjög fersk­ur og góður. mbl.is/​Re­bekka Rut Marinós
Prenta

Granatepla Moscow Mule

Upp­skrift­in er frá mæðgun­um Kim og Lauru, sem halda úti síðunni somet­hing­new­ford­inner.com

60 ml vod­ka
30 ml granatepla­lí­kjör eða granateplas­íróp (fæst í Ist­an­b­ul Mar­ket í Ármúla)
30 ml nýkreist­ur límónusafi
App­el­sínu­bitter eft­ir smekk (fæst í Búr­inu úti á Granda.)

Hrist vel með klaka og svo fyllt upp með engi­fer­bjór.

Skreytt með fersk­um granatepla­kjörn­um, engi­fersneið og rós­marín­grein.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert