Saltkaramelluhnetusmjörstrufflur

ljósmynd/minimalist baker
Orðið truffla fær marg­an mat­gæðing­inn til að falla í yf­irlið og hér deil­um við með ykk­ur snilld­ar­upp­skrift að truffl­um sem inni­halda bæði skúkkulaði, salt og hnetu­smjör.
Það eru ein­ung­is fimm hrá­efni í truffl­un­um og þær eru synd­sam­lega góðar svo að ekki sé meira sagt. Ljúf­feng­ar alla leið. Njótið vel!
Döðlukúlurnar í allri sinni dýrð.
Döðlukúl­urn­ar í allri sinni dýrð. ljós­mynd/​mini­mal­ist baker

Saltkaramelluhnetusmjörstrufflur

Vista Prenta
Hrá­efni
  • 450 g döðlur, stein­hreinsaðar
  • 1/​2 tsk. sjáv­ar­salt, og auka til að strá yfir
  • 60 ml saltað hnetu­smjör
  • 1 bolli (og rúm­lega það) dökkt súkkulaði, saxað
  • 1 msk. kó­kosol­ía (fljót­andi)
Aðferð
  1. Ef döðlurn­ar eru ekki klístraðar og rak­ar skaltu leggja þær í bleyti í 10-15 mín­út­ur til að mýkja þær.
  2. Settu döðlurn­ar í mat­vinnslu­vél og maukaðu þær þangað til þær eru orðnar vel tætt­ar og fín­ar. Oft­ar en ekki verða þær að kúlu sem er gott.
  3. Ef þær eru ekki að klístr­ast vel sam­an skaltu setja ör­lítið af volgu vatni, 1 tsk. í einu þar til áferðin er orðin góð. Mundu að setja alls ekki of mikið vatn.
  4. Bættu 1/​2 tsk. af sjáv­ar­salti og blandaðu vel. Smakkaðu og bættu salti við ef þurfa þykir.
  5. Notaðu mat­skeið (eða mel­ónu­sköfu) til að ná þér í mauk og rúlla upp í kúl­ur. Raðaðu þeim á smjörpapp­ír og frystu í 20-30 mín­út­ur.
  6. Að þeim tíma lokn­um skaltu setja hnetu­smjör ofan á kúl­urn­ar með skeið eða hníf. Ef hnetu­smjörið er veru­lega þykkt og ómeðfæri­legt skaltu blanda kó­kosol­íu sam­an við hnetu­smjörið til að mýkja það upp.
  7. Settu aft­ur í fryst­inn í 15-20 mín­út­ur eða þar til hnetu­smjörið er orðið hart.
  8. Hitaðu súkkulaðið yfir vatnsbaði og settu 1/​2 tsk. af kó­kosol­íu sam­an við.
  9. Taktu truffl­urn­ar úr frysti. Stingdu gaffli í hverja kúlu (eina í einu samt) og húðaðu vel og vand­lega með súkkulaðinu. Leggðu súkkulaðihjúpaða kúl­una var­lega á smjörpapp­ír og settu aft­ur í frysti.
  10. Sáldraðu sjáv­ar­salt­inu yfir og hjúpaðu aft­ur með súkkulaði.
  11. Nú skaltu setja truffl­urn­ar í frysti í 30 mín­út­ur eða svo og geyma svo í kæli þar til þú berð þær fram. Ef þú vilt hins veg­ar hafa þær lunga­mjúk­ar skaltu bera þær fram við stofu­hita.
  12. Truffl­urn­ar geym­ast vel í kæli eða frysti.
Hnetusmjörið rétt komið á.
Hnetu­smjörið rétt komið á. ljós­mynd/​mini­mal­ist baker
Súkkulaðihjúpaðar og tilbúnar til átu.
Súkkulaðihjúpaðar og til­bún­ar til átu. ljós­mynd/​mini­mal­ist baker
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert