Nautalund á mýksta mátann

Sérlega meyrt! Sous-vide eldunin kemur í veg fyrir að kjötið …
Sérlega meyrt! Sous-vide eldunin kemur í veg fyrir að kjötið ofeldist og þorni. mbl.is/TM
Hér kemur einföld en skotheld uppskrift að góðri nautalund sous-vide. Eggaldinið er ákaflega gott með og svo mælum við með bakaðri kartöflu og kaldri sósu og það má vel kaupa hana tilbúna.

Nautið Fyrir 4

800 g nautalund í góðum bitum
4 msk. smjör
1 msk. ferskt timjan
2 stönglar ferskt rósmarín
½ tsk. svartur pipar
6 hvítlauksrif, hvert rif skorið í þrennt
sous-vide græja
lokanlegir pokar (zip-lpck)
sjávarsalt

Ath. ekki setja saltið í pokann! Það dregur vatnið úr kjötinu og gerir það þurrt. Saltið aðeins þegar grillað er.

1. Setjið nautakjötið í poka með öllum hinum hráefnunum og setjið í pott/bala með heitu vatni. Athugið að vatnið þarf að hafa náð kjörhita til að sous-vide græjan byrji að telja niður og því er gott að setja heitt vatn beint til að þetta taki ekki lengri tíma. Passið þó að setja pokann ekki ofan í fyrr en kjörhitastig hefur náðst.

Stillið græjuna á 54 gráður í tvo tíma.

2. Takið kjötið úr pokanum og skellið á sjóðheitt grill rétt til að brúna það. Sirka tvær mínútur á hvorri hlið og saltið.

Berið fram með bakaðri kartöflu, grilluðu eggaldin og sósu að eigin vali.

Grillað eggaldin
Fyrir 4

2 væn eggaldin, þvegin
ólífuolía
parmesansalt eða annað gott salt
pipar

Penslið eggaldinið duglega með olíu og saltið og piprið.

Grillið á hvorri hlið uns það er meyrt. tobba@mbl.is

Grillað eggaldin er bæði hollt og einfalt.
Grillað eggaldin er bæði hollt og einfalt. Mbl.is/TM
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert