Dásamleg fiskisúpa og brauðbollur með basilíku

Karen eldar gjarnan stóran súpuskammt og frystir.
Karen eldar gjarnan stóran súpuskammt og frystir. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Vin­kon­urn­ar Guðrún Eyþórs­dótt­ir og Kar­en Erla Sverr­is­dótt­ir snyrti- og fótaaðgerðafræðing­arn­ir reka sam­an snyrti­stof­una Pan­dóru í Mjódd. Þær eru ekki aðeins lunkn­ar í snyrt­ing­um held­ur elda þær einnig dýr­ind­is mat og sam­eina oft krafta sína eins og sést hér í full­komn­um helgarmat­seðli. „Okk­ur finnst gam­an að hitt­ast með fjöl­skyld­urn­ar og elda sam­an og leyfa krökk­un­um að leika sér,“ seg­ir Kar­en en hún eld­ar gjarn­an stór­an skammt af súpu í einu.

„Það er svo lítið mál að gera mikið af súpu og ég geri alltaf stór­an skammt og set í poka og frysti svo og á þá til­bú­inn mat síðar. Ég er alltaf með marga súpu­poka í fryst­in­um og nokkr­ar teg­und­ir.“

Dásamleg fiskisúpa og brauðbollur með basilíku

Vista Prenta

Brauð eða brauðboll­ur að hætti Guðrún­ar

1 dós maukaðir tóm­at­ar
1tsk salt
2 tsk basilika
1 tsk hun­ang
40 g ger 
550 g spelt

Hitið tóm­at­maukið að suðu (ekki láta sjóða) og setjið í skál ásamt salti, basiliku, geri og hun­angi sam­an við og blandið öllu vel sam­an. Bætið þá spelti sam­an við og hnoðið deigið þar til það er kekkjalaust. Látið deigið hef­ast í 1 klukku­stund.

Sláið það niður og hnoðið aft­ur,

Boll­ur: mótið pyls­ur og skiptið í 8 hluta, mótið boll­ur og setjið á bök­un­ar­papp­ír og á plöt­una. Látið hef­ast í 20 min.

Brauð: mótið stóra pulsu og setjið í brauðform. Látið hef­ast í 20 mín.

Það er mjög gott að mylja feta­ost með kryddol­íu yfir boll­urn­ar ásamt smá salti og basiliku áður en þær eru sett­ar í ofn­inn. Bakið við 180 gráður í ca 15-20 mín og kælið á bök­un­ar­grind.

Fiskisúpa Kar­en­ar

smjör/​olía
2,5 l vatn
6 hvít­lauks­geir­ar
2 stk lauk­ur
3 rauðar paprík­ur
1 poki gul­ræt­ur ca 8-10 stk
700 g lax
700 g stein­bít­ur
1 kg rækj­ur
1 stór askja rjóma­ost­ur
2 stk pip­arost­ur
1 stór dós tóm­at­púrra
2 dós­ir af niðursoðnum tómöt­um í bit­um
250 ml rjómi
papríkukrydd
græn­metiskraft­ur
kjúk­lingakraft­ur
salt og pip­ar 

Steikið með smjöri eða olíu allt græn­meti þar til lauk­ur­inn verður fal­lega brúnn, bætið við vatni, kjúk­lingakrafti, græn­metiskrafti, 1 tsk af papríkukryddi og smá salt og pip­ar og leyfið að sjóða í 10-15 mín­út­ur. Smakkið til og kryddið frek­ar ef þarf.

Setjið út í pott­inn rjóma­ost, pip­arost, tóm­at­púrru og niðursoðnu tóm­at­ana, blandið vel sam­an og leyfið ost­in­um að bráðna.

Smakkið til og bætið við salti og pip­ar eða græn­metiskrafti ef þið viljið hafa meira bragð, bætið rjóm­an­um út í og leyfið suðunni að koma aft­ur upp

Skerið fisk­inn í góða munn­bita, meðan súp­an er að sjóða þá setjið þið fisk­inn og rækj­urn­ar útí, hrærið var­lega í og bíðið þangað til suðan kem­ur aft­ur upp. Þá er súp­an til­bú­in. 

Girnilegt og gott.
Girni­legt og gott. mbl.is/​Hanna Andrés­dótt­ir
Brauðið má einnig gera sem bollur.
Brauðið má einnig gera sem boll­ur. mbl.is/​Hanna Andrés­dótt­ir
Guðrún og Karen reka snyrtistofuna Pandora í Mjódd.
Guðrún og Kar­en reka snyrti­stof­una Pandora í Mjódd. mbl.is/​Hanna Andrés­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert