Makkarónur með karamellufyllingu

Þessar makkarónur eru bragðgóðar með ríkum saltkaramellukeim.
Þessar makkarónur eru bragðgóðar með ríkum saltkaramellukeim. mbl.is/Berglind Hreiðars

Hin syk­ur­sæta Berg­lind Hreiðars á gotter.is bakaði guðdóm­leg­ar makkarón­ur í vik­unni sem eru til­vald­ar í næsta boð eða brúðkaup.

Makkarónur með karamellufyllingu

Vista Prenta

Makkarón­urn­ar

4 boll­ar flór­syk­ur
2 boll­ar möndl­umjöl
4 eggja­hvít­ur
½ bolli syk­ur
½ tsk. Cream of Tart­ar
Örlítið salt
Setjið möndl­ur (af­hýdd­ar) í bland­ara/​mat­vinnslu­vél og hakkið þar til fínt mjöl (eða kaupið til­búið möndl­umjöl).

Blandið möndl­umjöli og flór­sykri sam­an í skál.
Setjið flór­syk­urs­blönd­una í gegn­um sigti í aðra skál og geymið.
Setjið eggja­hvít­ur, Cream of Tart­ar og salt í hræri­vél­ina og þeytið þar til byrj­ar að lyft­ast.

Bætið sykr­in­um út í og þeytið í um 3-5 mín­út­ur þar til stífþeytt og topp­arn­ir halda sér, bætið mat­ar­lit útí á þessu stigi og blandið vel.
Hellið flór­syk­urs­blönd­unni sam­an við eggja­hvít­urn­ar og vefjið sam­an. Hér þarf að fara sér var­lega og var­ast að hvorki hræra of mikið né of lítið. Miðað er við að vefja á bil­inu 65-75 sinn­um og þá ætti bland­an að vera teygj­an­leg og fín.

Setjið blönd­una í sprautu­poka með hring­laga stút sem er um 1,5 cm í þver­mál (eða klippið gat á sterk­an poka).

Sprautið jafna hringi/​dopp­ur á bök­un­ar­papp­ír sem eru um 2,5 cm í þver­mál og hent­ar vel að sprauta 4×5 kök­ur á plöt­una. Þessi upp­skrift gef­ur um 4 plöt­ur = 80 stk. (sem síðan verða 40 þegar búið er að setja krem á milli). Hægt að ná fleiri kök­um ef þið sprautið minni hringi.

Þegar búið er að sprauta kök­urn­ar skal slá plöt­unni nokkr­um sinn­um í borðið til að losna við loft úr kök­un­um (gott að gera þetta jafnóðum við hverja plötu).
Látið kök­urn­ar standa í 30-45 mín­út­ur áður en þær eru bakaðar og stillið ofn­inn á 130 gráður (blást­ur­sofn).

Bakið í um 15 mín­út­ur og kælið.

Skreytið með hvítu súkkulaði (ef vill). Bræðið og setjið í poka, klippið agn­ar­lítið gat á eitt hornið og rennið fram og til baka yfir kök­urn­ar á bök­un­ar­papp­ír.
Þegar súkkulaðið hef­ur storknað skal para sam­an kök­ur og snúa á hvolf.


Kremið

1 bolli smjör
2 boll­ar púður­syk­ur
2/​3 bolli rjómi
½ tsk. salt
1 ½ bolli flór­syk­ur
Smá til­búið hvítt Betty Crocker Vanilla Frost­ing sem hef­ur verið þykkt aðeins með flór­sykri (fyr­ir kant­ana).

Bræðið smjör í potti á lág­um hita. Þegar það er bráðið, bætið púður­sykri og rjóma út í. Hrærið stans­laust yfir meðal­hita þar til syk­ur­inn er al­veg upp­leyst­ur, bætið þá salt­inu út í.
Hækkið hit­ann og leyfið að sjóða í um 2 mín­út­ur.
Takið af hit­an­um og kælið niður þar til hún byrj­ar aðeins að þykkna.
Þegar kara­mell­an hef­ur kólnað niður (má vera ör­lítið volg) hrærið þá flór­sykr­in­um sam­an við.

Byrjið á því að sprauta hvítu kremi sem ramma (sjá mynd). Þetta er í raun ein­ung­is upp á út­litið að gera þar sem kara­mellukremið er brún­leitt á lit­inn og mér fannst fal­legra að hafa hvítt með þessu bleika. Ef þið viljið aðeins hafa kara­mellukrem og út­litið skipt­ir ekki máli má vel sleppa þessu skrefi.

Sprautið kara­mellukremi jafnóðum inn í hvíta kremramm­ann og klemmið sam­an.
Kælið (geym­ist vel í kæli allt að 5 daga).

Fallegt og gott.
Fal­legt og gott. mbl.is/​Berg­lind Hreiðars
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert