Blómlegur matur í tvo áratugi

Marentza er meistari í að nýta íslenska náttúru í rétti …
Marentza er meistari í að nýta íslenska náttúru í rétti sína. Ásdís Ásgeirsdóttir/mbl.is

Veit­ingastaður­inn Flór­an í grasag­arðinum í Laug­ar­daln­um er tutt­ugu ára á ár­inu. Mar­entza Poul­sen stend­ur þar enn vakt­ina og nýt­ur þess að skapa nýja og fal­lega rétti úr líf­rænu og fersku hrá­efni. 

Rabarbar­inn er nú í blóma og mér finnst alltaf fyrsta upp­sker­an best,“ seg­ir Mar­entza og gef­ur blaðamanni dýr­ind­is rabarbara­drykk. „Það er óend­an­lega hægt að nota rabarbara, eins og í sal­at, pæ og sult­ur.“

Marg­ir fasta­gest­ir

Tutt­ugu ár eru liðin frá því að Mar­entza opnaði Flór­una. „Þetta hef­ur vaxið af sjálfu sér. Ef maður stend­ur sig vel þá spyrst það út og það er betra en nokk­ur aug­lýs­ing,“ seg­ir hún.

Inni í gróður­hús­inu er nota­legt að vera. Mar­entza seg­ir Flór­una ekki ein­ung­is vera veit­ingastað held­ur einnig plöntusafn. „Það eru marg­ir sem fara héðan með góðar hug­mynd­ir, bæði hvað varðar mat og plönt­ur.“

Opið er frá maí og út sept­em­ber og er Flór­an því sum­arstaður. „Viðskipta­vin­ir eru flest­ir Íslend­ing­ar og finnst þeim gott að koma hingað af því þetta er aðeins út úr. Það hef­ur alla tíð verið nóg að gera og marg­ir bíða eft­ir að maður opni 1. maí,“ seg­ir hún og bæt­ir við að marg­ir fasta­gest­anna búi í ná­grenn­inu.

Smur­brauðið alltaf vin­sælt

Mat­ur­inn hjá Mar­entzu er fersk­ur og líf­rænn og margt af því sem boðið er upp á er ræktað á staðnum. Mar­entza hef­ur líka gam­an af því að skreyta rétt­ina með ætum blóm­um. Mar­entza seg­ir mat­seðil­inn fjöl­breytt­ann og eitt­hvað við allra hæfi. „Við erum alltaf með veg­an súpu og með smur­brauð dags­ins, af því að það er mitt sér­svið. Svo eru dag­lega þrjú salöt í boði og þar af er alltaf kjúk­linga­sal­at sem hef­ur verið á mat­seðlin­um frá upp­hafi. Sumt verður bara að fá að vera alltaf eins, líkt og með vöffl­urn­ar á Mokka. Svo er líka „pul­led pork“ fyr­ir karl­ana og græn­met­is­bök­ur ým­is­kon­ar. Smur­brauðið er al­veg svaka­lega vin­sælt ásamt kjúk­linga­sal­at­inu,“ seg­ir Mar­entza.

Salötin hjá Flóru eru sannkallað listaverk og ákaflega bragðgóð.
Salöt­in hjá Flóru eru sann­kallað lista­verk og ákaf­lega bragðgóð. Ásdís Ásgeirs­dótt­ir/​mbl.is

Blómlegur matur í tvo áratugi

Vista Prenta

Ruglað gott rabba­bara­sal­at
2 skorn­ar rabarbarastang­ir, skorn­ar í þunn­ar sneiðar
½ tsk af chili-flög­um
½ bolli af vatni
2 msk af sykri

Blandið sam­an sykri, chili og vatni. Hitið upp að suðu og leyfið því að malla þangað til að það breyt­ist í sýróp. Setjið rabarbara út í 30 sek og takið svo upp úr og leyfið að þorna.

Tahini-dress­ing
2 tsk tahini
4 tsk ólífu­olía
1 tsk hun­ang
1 tsk sítr­ónusafi
salt og pip­ar

Sal­atið
1 kúr­bít­ur (þunnskor­inn)
1 sal­at­haus (baby gem)
ru­kóla-sal­at
ra­dísa, skorið þunnt
mangó, skorið í fína strimla
granatepla-fræ
ses­am-fræ
pecan-hnet­ur, muld­ar
rabarbari (sjá að ofan) 

Blandið ru­kóla-sal­ati, „baby gem“-sal­ati og dress­ingu sam­an. Hafið „baby gem“-sal­atið neðst og blandið svo öllu hinu sam­an og setjið yfir. Setjið að lok­um hnet­urn­ar og fræ­in og kannski smá meiri dress­ingu.

Guðdómlegt rauðrófupartý!
Guðdóm­legt rauðrófupartý! Ásdís Ásgeirs­dótt­ir/​mbl.is
Prenta

Und­ir­lag

Gróft brauð
Dill
Ra­dís­ur

Feta­ost­skrem
100 g feta­ost­ur, ekki í olíu
50 g rjóma­ost­ur

Hrærið vel sam­an og smakkið til með salti og pip­ar. Einnig er gott að bæta fersk­um kryd­d­jurt­um sam­an við eft­ir smekk.

Bal­sa­mik-bakaðar rauðróf­ur
1 rauðrófa
má olía
smá bal­sa­mik
smá hun­angsalt og pip­ar
ferskt rós­marín

Skrælið rauðróf­una og skerið í bita. Setjið olíu, bal­sa­mike­dik, smá hun­ang, salt, pip­ar og ferskt rós­marín í eld­fast mót. Setjið rauðróf­una í mótið og blandið vel sam­an við olíu­blönd­una og bakið við 170°C í 20 mín­út­ur eða þar til rauðróf­an er far­in að mýkj­ast.

Feta­ost­skremi er sprautað á brauðið, rauðróf­usneiðum er raðað fal­lega ofan á ostakremið og síðan skreytt með dilli, ra­dís­um og ætum blóm­um, til dæm­is fjól­um eða morg­un­frú.
Límonaði sem enginn gleymir.
Lím­onaði sem eng­inn gleym­ir. Ásdís Ásgeirs­dótt­ir/​mbl.is
Prenta

Rabba­baralím­onaði

1,5 kg af rabarbara (fínskor­inn)
1 l af vatni
3 sítr­ón­ur
sítr­ónu­börk­ur af 3 sítr­ón­um (í bit­um, ekki rif­inn)
5 cm af engi­fer (skorið og rifið)
0,5 kg af sykri

Blandið sam­an vatni, sykri, sítr­ónu, sítr­ónu­berki, rabarbara og engi­fer. Hitið fram að suðu og leyfið því að malla í 20 mín­út­ur, þar til það tek­ur á sig fal­leg­an bleik­an lit. Sigtið í fín­gerðu sigti og hitið aft­ur upp að suðumarki. Leyfið því svo að kólna, bætið við meiri sítr­ónu og sykri ef þörf er á.

Berið fram með sóda­vatni og klaka.

Ásdís Ásgeirs­dótt­ir/​mbl.is
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert