Súkkuklaðikaka með sykurpúðakremi og hindberjasírópi

Ljósmynd/Lilja Katrín – blaka.is
Súkkulaðikök­ur eru eins mis­jafn­ar og þær eru marg­ar og sum­ar eru hrein­lega betri en aðrar. Lilja Katrín á blaka.is deildi þess­ari upp­skrift sem hún seg­ir að sé al­gjört „möst“ að prufa. Það taka ef­laust marg­ir und­ir orð henn­ar enda hljóm­ar nafnið á kök­unni eins og sæl­gæti: syk­ur­púðakrem og hind­berjasíróp. Við erum alla vega yfir okk­ur spennt­ar á mat­ar­vefn­um og ætl­um að prófa þessa dá­semd við fyrsta tæki­færi.

Sjálf seg­ir Lilja Katrín:

„Þessi súkkulaðikaka er al­gjört dúnd­ur, þótt ég segi sjálf frá. Ég nota olíu í stað smjörs í botn­ana, sem þýðir að kak­an verður al­veg extra mjúk og djúsí. Svo ákvað ég að búa til hind­berjasíróp til að pensla botn­ana með og kom það svaka­lega vel út. Það kem­ur létt­ur berja­keim­ur sem er alls ekki of sterk­ur og eyk­ur bara á mýkt kök­unn­ar. Rús­ín­an í pylsu­end­an­um er síðan syk­ur­púðakremið en í það notaði ég Mars­hm­allow Fluff, sem ég kaupi yf­ir­leitt í Hag­kaup eða Nettó.“

Súkkuklaðikaka með syk­ur­púðakremi og hind­berjasírópi

Vista Prenta
Súkkuklaðikaka með syk­ur­púðakremi og hind­berjasírópi
Súkkulaðikaka
  • boll­ar hveiti
  • bolli kakó
  • tsk. lyfti­duft
  • 1 1/​2 tsk. mat­ar­sódi
  • 1 1/​2 bolli syk­ur
  • 1/​2 bolli púður­syk­ur
  • bolli grísk jóg­úrt
  • 3/​4 bolli olía
  • 2tsk. vanillu­drop­ar
  • 3 egg
  • bolli sjóðandi heitt vatn
Hind­berjasíróp
  • 1/​4 bolli syk­ur
  • 1/​4 bolli vatn
  • boll­ar hind­ber (fros­in eða fersk)
Syk­ur­púðakrem
  • 150 g mjúkt smjör
  • 300 g flór­syk­ur
  • 200 g Mars­hm­allow Fluff
  • tsk. vanillu­drop­ar
Aðferð:

Súkkulaðikaka
  1. Hitið ofn­inn í 180°C og takið til tvö hring­laga form, sirka 18 sentí­metra stór. Setjið smjörpapp­ír í botn­inn og smyrjið hliðarn­ar með smjöri.
  2. Blandið þur­refn­un­um sam­an í skál og setjið til hliðar.
  3. Blandið grískri jóg­úrt, olíu, vanillu­drop­um og eggj­um sam­an í ann­arri skál.
  4. Blandið jóg­úr­t­blönd­unni sam­an við þur­refn­in þar til bland­an er kekkjalaus. Ég nota bara písk eða sleif við þetta en það er auðvitað hægt að nota þeyt­ara.
  5. Blandið vatn­inu var­lega sam­an við þar til allt er vel blandað sam­an en deigið á að vera í þynnra lagi.
  6. Deilið deig­inu á milli formanna og bakið í um það bil hálf­tíma. Leyfið kök­un­um að kólna í að minnsta kosti 10 mín­út­ur áður en þið fjar­lægið hring­inn af form­inu.
Hind­berjasíróp
  1. Búið til sírópið á meðan kak­an er að kólna. Setjið syk­ur og vatn í pott og leyfið suðu að koma upp við meðal­hita.
  2. Setjið hind­berj­in í pott­inn og leyfið þessu að malla í 5-7 mín­út­ur og hrærið í blönd­unni við og við.
  3. Takið pott­inn af hell­unni og hellið blönd­unni í gegn­um sigti til að skilja öll fræ­in frá. Leyfið blönd­unni að kólna í ís­skápn­um.
Syk­ur­púðar­krem
  1. Þeytið smjörið í 4-5 mín­út­ur og blandið síðan flór­sykri sam­an við.
  2. Blandið Mars­hm­allow Fluff sam­an við, einni mat­skeið í einu, þar til allt er vel blandað sam­an.
  3. Loks hrærið þið vanillu­drop­um sam­an við.
  4. Setjið ann­an köku­botn­inn á disk (eða skerið hvorn botn­inn í tvennt) og penslið hann með hind­berjasíróp­inu. Leyfið kök­unni að draga í sig sírópið og penslið síðan aft­ur.
  5. Skellið gommu af kremi á botn­inn og dreifið úr.
  6. Snúið hinum köku­botn­in­um á hvolf og penslið hann með síróp­inu, líkt og hinn botn­inn.
  7. Snúið botn­in­um við og skellið ofan á kremið. Skreytið síðan kök­una með af­gangskrem­inu.
Ljós­mynd/​Lilja Katrín – blaka.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert