Afmæliskaka sem slær í gegn

ljósmynd/aSubtleRevelry

Af­mæl­is­kök­ur geta skipt gríðarlega miklu máli og oft þarf bara mat­ar­vef mbl.is og lág­marks­færni til þess að geta fram­reitt stór­kost­leg meist­ara­stykki. 

Þetta er eitt þeirra! Við erum að tala um köku sem er fyllt með góðgæti og er hrein­ræktað til­brigði við Pinata-skraut. Fyr­ir þá sem ekki þekkja það þá er það fyllt pappa­dýr, t.d. asni sem af­mæl­is­gest­ir eiga síðan að slá í til skipt­is þar til hann brest­ur og góðgætið fer út um allt, af­mæl­is­gest­um til mik­ill­ar gleði. 

Hér er búið að baka köku og hola að inn­an. Síðan er hún fyllt með góðgæti og munið að það þarf ekki endi­lega að vera nammi held­ur mættu það vera ávext­ir eða ljúf­fengt snarl. 

Upp­skrift­in er ekki flók­in. Bara tveir pakk­ar af kökumixi, tvær dós­ir af kökukremi og skál til að baka í. Ekki er talað um neina sér­staka skál held­ur bara ofn­helda skál þannig þið verðið að út­vega ykk­ur eina slíka. Síðan þarf að forma kök­una, fylla með góðgæti og skreyta eft­ir kúnst­ar­inn­ar regl­um. 

Mynd­irn­ar segja meira en þúsund orð. 

ljós­mynd/​aSu­btl­eRevel­ry
ljós­mynd/​aSu­btl­eRevel­ry
ljós­mynd/​aSu­btl­eRevel­ry
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka