Rib-eye-steik með gráðostasmjöri

Ljósmynd: People Magazine

Þó að veðrið sé frek­ar glatað er al­veg hægt að henda í eina góða steik. Þessi upp­skrift er sér­lega girni­leg enda kem­ur hún úr smiðju Jessicu Sein­feld sem er mat­gæðing­ur mik­ill, marg­fald­ur met­sölu­höf­und­ur auk þess sem hún er gift grín­ist­an­um Jerry Sein­feld. Upp­skrift­in seg­ir hún að sé í miklu upp­á­haldi hjá fjöl­skyld­unni og við trú­um henni vel. 

Því hvað hljóm­ar bet­ur en djúsí steik og gráðost­ur?

Eig­in­lega bara fátt...

Rib-eye-steik með gráðostasmjöri

Vista Prenta

Rib-eye steik með gráðosta­smjöri

  • 2 stór­ar (6-700 gramma) rib-eye-steik­ur með beini (ef kost­ur er)
  • 60 gr. ósaltað smjör við stofu­hita
  • 60 gr. mul­inn gráðost­ur (u.þ.b. ½ bolli)
  • 1 msk. fersk tim­i­an-lauf
  • ¾ tsk. svart­ur pip­ar, nýmalaður
  • 1 tsk. sjáv­ar­salt
  • 2 msk. extra-virg­in ólífu­olía

Aðferð:

  1. Látið steik­urn­ar standa þannig að þær nái stofu­hita. Hrærið sam­an smjöri, gráðosti, timí­ani og ¼ te­skeið af pip­ar í lít­illi skál.
  2. Saltið steik­urn­ar og setjið af­gang­inn af pip­arn­um á þær.
  3. Hitið ol­í­una í stórri steik­ar­járn­spönnu eða ann­arri sam­bæri­legri þung­botna pönnu. Þegar pann­an er orðin sjóðandi heit skal skella steik­un­um á hana og steikja þar til brún skorpa er far­in að mynd­ast á botn­in­um eða í 5-7 mín­út­ur.
  4. Snúið steik­un­um og steikið í 5-7 mín­út­ur. Ef þið eigið kjöt­mæli á hann að sýna 45-50 gráðu hita. Á síðustu metr­un­um gætuð þið þurft að snúa steik­un­um oft til að þær brenni ekki.
  5. Takið steik­urn­ar af pönn­unni og látið standa á bretti í 10 mín­út­ur eða svo til að hvíla þær. Setjið gráðosta­smjörið ofan á þær áður en þið berið fram.
  6. Þetta ætti að duga ofan í fjóra.  
Jessica Seinfeld.
Jessica Sein­feld. Ljós­mynd: Skjá­skot
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert