Mögnuð mangó-tandoori-marinering

Fljótleg og holl marinering sem gefur ríkt bragð.
Fljótleg og holl marinering sem gefur ríkt bragð. mbl.is/TM

Það þarf ekki að vera flókið til þess að vera „heimagert“ og laust við viðbættan sykur og óþarfa efni. Þessi marinering er einföld og fljótleg og steinliggur í hvert skipti. Ég hef bara sett hana á kjúkling en hún myndi án efa henta einnig á fisk. 

1 msk. tandoori-krydd 
3 msk. mangómauk (smoothie eða frosið maukað mangó)
2 msk. appelsínusafi
1/2 hvítlaukur saxaður 

Allt sett saman í skál hrært vel saman.
Herlegheitin fara svo í poka með 400 g af kjúklingabringum eða lundum og látið marinerast í að lágmarki klst. eða yfir nótt.

Gott er að grilla eða ofnbaka kjúklinginn eða þræða hann upp á grillpinna og bera fram með myntu-jógúrtsósu. 

Ábending! Ef þú átt ekki grillpinna má vel nota trjágreinar. Hvort sem er, er mikilvægt að leggja pinnana/greinarnar í vatnsbað svo þeir séu ekki of þurrir og brenni.

mbl.is/TM
Plastpokar mep
Plastpokar mep "ziplock" henta vel til að marinera í. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka