Skál fyrir Stefáni Karli

Falleg mynd af Stefáni prýðir kokteilinn góða en hann inniheldur …
Falleg mynd af Stefáni prýðir kokteilinn góða en hann inniheldur kóríander sem leikarinn ræktar. mbl.is/TM

Stefán Karl Stef­áns­son leik­ari og grín­greifi á af­mæli í dag. Mat­ar­vef­ur­inn rak aug­un í kokteil með hans nafni á veit­inga­hús­inu Apó­tek­inu og finnst því til­valið að deila upp­skrift­inni að hon­um svo lands­menn geti skálað í Stefáni fyr­ir Stefán Karli sem er 42 ára í dag.

„Kokteill­inn kom inn á seðil­inn okk­ar núna í sum­ar og hann var í öðru sæti í World Class-keppn­inni. Hann inni­held­ur kórí­and­er sem við kaup­um frá Stefáni sem hann rækt­ar,“ seg­ir Berg­dís Örlygs­dótt­ir, einn eig­enda Apó­teks­ins sem býður upp á kokteil­inn góða. 

Skál fyrir Stefáni Karli

Vista Prenta

3 cl Don Ju­lio Tequila
6 cl djúsuð rauð paprika
1, 5 cl Del Vida Mezcal
3 cl lime-safi
3 cl syk­urs­íróp 
Ferskt kórí­and­er.

Allt sett sam­an og hrist í hrist­ara. Borið fram í kokteil­glasi á fæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert