Stefán Karl Stefánsson leikari og gríngreifi á afmæli í dag. Matarvefurinn rak augun í kokteil með hans nafni á veitingahúsinu Apótekinu og finnst því tilvalið að deila uppskriftinni að honum svo landsmenn geti skálað í Stefáni fyrir Stefán Karli sem er 42 ára í dag.
„Kokteillinn kom inn á seðilinn okkar núna í sumar og hann var í öðru sæti í World Class-keppninni. Hann inniheldur kóríander sem við kaupum frá Stefáni sem hann ræktar,“ segir Bergdís Örlygsdóttir, einn eigenda Apóteksins sem býður upp á kokteilinn góða.