Grískt lambataco með myntusósu

Ljósmynd: Feasting at Home

Taco er í uppáhaldi hjá mörgum og þessi útgáfa er sérdeilis frábær. Hér er lambið eldað á grískan máta og sósurnar gefa ógleymanlegt bragð. Rétturinn er alls ekki flókinn í framkvæmd en gott er að vera búin/n að ákveða hann með smá fyrirvara þar sem það tekur þrjár klukkustundir að elda kjötið enda þarf það að vera lungamjúkt og dásamlegt.

Ljósmynd: Feasting at Home

Grískt lambataco með myntusósu

fyrir 6-8

  • 2-2,5 kg af lambakjöti (talað er um lambaöxl í uppskriftinni)
  • 12 stórir hvítlauksgeirar
  • ½ bolli troðinn af kryddjuturm. Má vera timían, steinselja, óregano eða salvía... eða bara blanda.
  • 120 ml ólífuolía
  • rifinn börkur af ½ sítrónu
  • 5-6 tsk. sjávarsalt
  • 2 tsk. pipar
  • - - -
  • 250 ml hvítvín
  • 1 stór laukur
  • 3 lárviðarlauf
  • - - -
  • 1 agúrka, skorin í smáa bita eða sneiðar
  • 6 radísur, skornar í smáa bita eða sneiðar
  • 1 bolli mulinn fetaostur
  • ½ bolli myntulauf/eða steinselja (til skreytinga)
  • 10-12 litlar tortilla-pönnukökur

Myntusósa

  • 250 ml grísk jógúrt
  • 1 msk. ólífuolía
  • rifinn börkur af sítrónu
  • 1 msk. sítrónusafi 
  • ¼ tsk. sjávarsalt
  • 1-2 msk. fersk myntulauf, söxuð

Bragðmikil capers-sósa

  • ½ bolli mynta
  • ½ bolli steinselja
  • 1-2 hvítlauksgeirar, maukaðir
  • 80 ml ólífuolía
  • rifinn börkur af 1 sítrónu
  • 80 ml ferskur sítrónusafi
  • ¼ tsk. salt
  • 2 msk. capers

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180 gráður.
  2. Gætið þess að kjötið sé við stofuhita. Snyrtið kjötið og fjarlægið umframfitu (má vera smá fita samt).
  3. Gerið kryddmaukið: Setjið hvítlauk, olíu, jurtir, börk, salt og pipar í blandara eða matvinnsluvél og maukið.
  4. Skerið laukinn í 1 sm þykkar sneiðar og leggið í steypujárnspott. Setjið lárviðarlaufin yfir og hellið víninu yfir laukinn.
  5. Nuddið lambið vel með kryddmaukinu og hjúpið það vel. Leggið kjötið ofan á laukinn. Setjið lokið á pottinn og inn í heitan ofninn. Lambið ætti að eldast á um 3 klukkustundum og verða afksaplega mjúkt og bragðmikið. Þó er það misjafnt eftir hvaða vöðvi er eldaður þannig að athugið ástand kjötsins eftir tvo tíma til að tryggja að það ofeldist ekki. Þegar kjötið er tilbúið er auðveldlega hægt að ná því í sundur með tveimur göfflum. 
  6. Meðan lambið er í ofninum skal undirbúa græmnetið. Skerið agúrkuna og radísurnar. Saxið kryddjurtirnar og gerið myntusósuna með því að hræra öllum hráefnunum saman í skál. 
  7. Þegar kjötið er tilbúið skulið þið fjarlægja það úr pottinum með töngum og leggja það á disk. Hendið lárviðarlaufunum. Takið laukinn upp úr og geymið með kjötinu. Hellið soðinu úr pottinum í skál og geymið. Setjið kjötið og laukinn aftur í pottinn og rífið í sundur með tveimur göfflum. Kryddið með salti. Fjarlægið fituna úr soðinu með skeið (það er efst) eða kælið soðið. Þá harðnar fitan og auðvelt er að fjarlægja hana. Hellið smá soði yfir kjötið til að auka bragðið.
  8. Berið lambið fram með tortilla-flögunum. Gott er að hita þær í ofni áður eða léttsteikja á pönnu til að þær verið heitar og mjúkar. 

Heimild: Feasting at Home

Ljósmynd: Feasting at Home
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert