Sykursnúðar í sumarfríið

Girnilegir eru þeir og sannarlega gómsætir.
Girnilegir eru þeir og sannarlega gómsætir. ljósmynd/theKitchn

Við vitum að sykur er ekki vinsæll og fáir þora að viðurkenna opinberlega að þeir elski hann en óttist eigi þar sem við hér á matarvefnum erum hrifnar af honum (í hófi að sjálfsögðu). Þessir snúðar eru svo dásamlegir að við erum handviss um að þeir verði fastagestir á morgunverðarborðinu eða í afmælisboðum framtíðarinnar.

Meginuppistaðan er smjördeig en hægt er að kaupa það tilbúið og frosið úti í búð. Einnig er hægt að panta það í sérstökum stærðum í bakaríum.

Smjördeigsrúllan er skorin í sex bita.
Smjördeigsrúllan er skorin í sex bita. ljósmynd/theKitchn

Sykursnúðar í sumarfríið

  • 2 rúllur af smjördeigi
  • 4 msk. hrásykur
  • 2 msk. dökkur púðursykur
  • 1 tsk. kanill eða 1 msk. fínt rifinn sítrónubörkur
  • ¼ tsk. borðsalt
  • Tvær rúllur af smjördeigi.
  • 8 msk. ósaltað smjör, við stofuhita

Aðferð:

  1. Hitaðu ofninn upp í 200 gráður og smyrðu múffuformin. Gott er að vera með form sem tekur 12 múffur.
  2. Blandið saman 2 msk. af hrásykrinum, púðursykrinum og kanil eða sítrónuberkinum, auk salts í litla skál og leggið til hliðar.
  3. Stráið 2 msk. af hrásykri á borðplötuna. Takið smjördeigið varlega í sundur ofan á sykrinum. Smyrjið 2 msk. af smjöri yfir deigið og sáldrið síðan 1/3 af kanil eða sítrónusykrinum yfir deigið.
  4. Takið kökukefli og rúllið varlega yfir smjördeigið til að tryggja að sykurinn/sítrónubörkurinn haldist. Rúllið síðan deiginu upp fremur þétt. Gerið það sama við hina rúlluna af deiginu.
  5. Skerið hvora rúllu í sex bita og setjið í múffuformin.
  6. Bakið snúðana þar til þeir eru orðnir bústnir og gullinbrúnir eða í um 20-25 mínútur. Setjið múffuformin á grind og látið kólna í rólegheitunum.
  7. Bræðið afganginn af smjörinu í litlum potti og penslið snúðana með því og sáldrið afgangnum af kanilsykrinum eða sítrónusykrinum áður en þið berið fram.

Heimild: The Kitchn

Fletjið smjördeigið varlega út.
Fletjið smjördeigið varlega út. ljósmynd/theKitchn
Kanilsnúðarnir komnir í formin og tilbúnir til að fara inn …
Kanilsnúðarnir komnir í formin og tilbúnir til að fara inn í ofninn. ljósmynd/theKitchn
Og bragðast eins og draumur einn.
Og bragðast eins og draumur einn. ljósmynd/theKitchn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka