Sykursnúðar í sumarfríið

Girnilegir eru þeir og sannarlega gómsætir.
Girnilegir eru þeir og sannarlega gómsætir. ljósmynd/theKitchn

Við vit­um að syk­ur er ekki vin­sæll og fáir þora að viður­kenna op­in­ber­lega að þeir elski hann en ótt­ist eigi þar sem við hér á mat­ar­vefn­um erum hrifn­ar af hon­um (í hófi að sjálf­sögðu). Þess­ir snúðar eru svo dá­sam­leg­ir að við erum hand­viss um að þeir verði fasta­gest­ir á morg­un­verðar­borðinu eða í af­mæl­is­boðum framtíðar­inn­ar.

Meg­in­uppistaðan er smjör­deig en hægt er að kaupa það til­búið og frosið úti í búð. Einnig er hægt að panta það í sér­stök­um stærðum í bakarí­um.

Smjördeigsrúllan er skorin í sex bita.
Smjör­deigsrúll­an er skor­in í sex bita. ljós­mynd/​theKitchn

Sykursnúðar í sumarfríið

Vista Prenta

Syk­ur­snúðar í sum­ar­fríið

  • 2 rúll­ur af smjör­deigi
  • 4 msk. hrá­syk­ur
  • 2 msk. dökk­ur púður­syk­ur
  • 1 tsk. kanill eða 1 msk. fínt rif­inn sítr­ónu­börk­ur
  • ¼ tsk. borðsalt
  • Tvær rúll­ur af smjör­deigi.
  • 8 msk. ósaltað smjör, við stofu­hita

Aðferð:

  1. Hitaðu ofn­inn upp í 200 gráður og smyrðu múffu­formin. Gott er að vera með form sem tek­ur 12 múff­ur.
  2. Blandið sam­an 2 msk. af hrá­sykr­in­um, púður­sykr­in­um og kanil eða sítr­ónu­berk­in­um, auk salts í litla skál og leggið til hliðar.
  3. Stráið 2 msk. af hrá­sykri á borðplöt­una. Takið smjör­deigið var­lega í sund­ur ofan á sykr­in­um. Smyrjið 2 msk. af smjöri yfir deigið og sáldrið síðan 1/​3 af kanil eða sítr­ónu­sykr­in­um yfir deigið.
  4. Takið köku­kefli og rúllið var­lega yfir smjör­deigið til að tryggja að syk­ur­inn/​sítr­ónu­börk­ur­inn hald­ist. Rúllið síðan deig­inu upp frem­ur þétt. Gerið það sama við hina rúll­una af deig­inu.
  5. Skerið hvora rúllu í sex bita og setjið í múffu­formin.
  6. Bakið snúðana þar til þeir eru orðnir bústn­ir og gull­in­brún­ir eða í um 20-25 mín­út­ur. Setjið múffu­formin á grind og látið kólna í ró­leg­heit­un­um.
  7. Bræðið af­gang­inn af smjör­inu í litl­um potti og penslið snúðana með því og sáldrið af­gangn­um af kanil­sykr­in­um eða sítr­ónu­sykr­in­um áður en þið berið fram.

Heim­ild: The Kitchn

Fletjið smjördeigið varlega út.
Fletjið smjör­deigið var­lega út. ljós­mynd/​theKitchn
Kanilsnúðarnir komnir í formin og tilbúnir til að fara inn …
Kanil­snúðarn­ir komn­ir í formin og til­bún­ir til að fara inn í ofn­inn. ljós­mynd/​theKitchn
Og bragðast eins og draumur einn.
Og bragðast eins og draum­ur einn. ljós­mynd/​theKitchn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert