Ostapizzan sem netið elskar

Ljósmynd: Certified Pastry Aficionado (.com)
Sjald­an lýg­ur netið og þetta er án efa ein girni­leg­asta pizza sem við höf­um aug­um litið og sér­lega viðeig­andi þegar rign­ing­in er að gera út af við ís­lenska sum­arið. Þetta er líka sér­lega viðeig­andi yfir fót­bolt­an­um enda pass­ar fátt bet­ur sam­an en pizza og bolti. Þessi pizza nýt­ur mik­ill­ar hilli á Pin­t­erest og skyldi eng­an undra. Hún er löðrandi í osti en eins og glögg­ir mat­gæðing­ar taka eft­ir er hún ekki með hefðbund­inni pizzusósu enda svo­kölluð hvít­p­izza. 

Ostapizzan sem netið elskar

Vista Prenta
Ostap­izz­an sem netið elsk­ar
  • 1 rúlla eða kúla pizzu­deig
  • 6 basil­lauf
  • 1 hvít­lauks­geiri
  • 1/​4 tsk. rauðar pipar­flög­ur
  • 1/​2 tsk. sjáv­ar­salt
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 2 boll­ar mozzar­ella-ost­ur
  • 2 msk. romano-ost­ur
  • 2/​3 bolli ricotta-ost­ur
Aðferð:
  1. Fletjið deigið út og hafið það nokkuð þunnt. Ef þið kaupið til­búið út­flatt deig úr búð er gott að stækka það vel og jafn­vel skera í tvo bita. Pizz­an á að vera þunn­botna. 
  2. Hitið ofn­inn í 180-200 gráður og bakið deigið í ofn­in­um þar til það er farið að brún­ast á end­un­um. 
  3. Setjið fyrst mozzar­ella-ost­inn, síðan ricotta-ost­inn og loks romano-ost­inn. At­hugið að hér má nota hvaða ost sem er ef út í það er farið. Gráðost­ur pass­ar sér­lega vel við og eins ca­m­em­bert. 
  4. Saxið hvít­lauk­inn eða merjið og blandið sam­an við ólífu­olí­una. Best er að gera þetta nokkru áður þannig að olí­an taki í sig sem mest bragð en það skipt­ir þó ekki öllu málið. 
  5. Sáldrið ol­í­unni yfir pizzuna áður en hún fer inn í ofn og raðið að lok­um basil­lauf­un­um yfir. 
  6. Bakið þar til ost­ur­inn er orðinn vel bráðinn og bubblandi.
Ljós­mynd: Certified Pas­try Aficiona­do (.com
Ljós­mynd: Certified Pas­try Aficiona­do (.com
Ljós­mynd: Certified Pas­try Aficiona­do (.com
mbl.is
Fleira áhugavert