Flanksteik með leynikryddblöndu

Steikin tilbúin og skorin niður. Best er að skera hana …
Steikin tilbúin og skorin niður. Best er að skera hana í þunnar sneiðar líkt og þessar. mbl.is/ÞS

Flanksteik hef­ur verið í miklu upp­á­haldi hjá mörg­um mataráhuga­fólki enda um virki­lega skemmti­leg­an bita að ræða. Því miður hef­ur hún ekki verið auðfá­an­leg hér á landi fyrr en þau gleðitíðindi bár­ust að hún væri alla jafna til í Mat­búr­inu úti á Granda. 

Flanksteik­in eins og hún kall­ast eða síðusteik eins og hún er kölluð á ís­lensku er þunn­ur og góður vöðvi sem verður al­gjört sæl­gæti með þess­ari leynikrydd­blöndu þykir með þeim betri. 

Aðferðin er í raun ein­föld eins og oft vill verða með góðar steik­ur. Krydd­bland­an er bor­in á kjötið og látið standa í að minnsta kosti 30 mín­út­ur eða þar til kryddð er búið að taka sig. Kjötið er grillað á fun­heitu grilli í 1-2 mín­út­ur á hvorri hlið. Flanksteik­in er þunn en þar sem hún er misþunn er erfitt að gefa mjög ná­kvæm fyr­ir­mæli hér þar sem um ná­kvæmn­is­verk er að ræða sem krefst þess að vakað sé vel yfir því. Einnig er mis­jafnt hvernig fólk vill kjötið sitt eldað en betra er minni grill­un en meiri. Eft­ir þessa fyrstu um­ferð er kjötið tekið af og látið hvíla í 5-10 mín­út­ur. Síðan er það grillað aft­ur í 1-2 mín­út­ur og látið hvíla aft­ur. 

Lyk­il­atriði er að skera kjötið þvert á þræðina en auðvelt er að sjá hvernig þeir liggja á flanksteik­inni. Eins er gott að skera það í þunn­ar sneiðar og þá er einnig upp­lagt að nota það í steik­ar­sal­at.

Meðlætið sem var boðið upp á að þessu sinni var ann­ars veg­ar ávaxta­sal­at og kart­öflu­sal­at. Kart­öflu­sal­atið var sér­lega ljúf­fengt en þar voru notaðar ný­upp­tekn­ar kart­öfl­ur, avóka­dó og rauðlauk­ur. Not­ast var við maj­ónes og sinn­ep til að binda það sam­an og kryddað vel með salti og pip­ar. 

mbl.is/Þ​S
Hinn fullkomni diskur. Gott jafnvægi milli kjöts og káls skiptir …
Hinn full­komni disk­ur. Gott jafn­vægi milli kjöts og káls skipt­ir miklu máli fyr­ir mag­ann. mbl.is/Þ​S
Hjúpið kjötið vel með kryddinu og látið standa í að …
Hjúpið kjötið vel með krydd­inu og látið standa í að minnsta kosti 30 mín­út­ur. Helst leng­ur þó. mbl.is/Þ​S
Kartöflusalatið góða.
Kart­öflu­sal­atið góða. mbl.is/Þ​S
Ávaxtasalatið var skemmtilegt mótvægi við kötið og sneisafullt af alls …
Ávaxta­sal­atið var skemmti­legt mót­vægi við kötið og sneisa­fullt af alls kyns ávöxt­um sem voru á síðasta sölu­degi og kostuðu lítið. mbl.is/Þ​S
Leynikryddblandan góða.
Leynikrydd­bland­an góða. mbl.is/Þ​S
Steikin tekur sig vel út á grillinu.
Steik­in tek­ur sig vel út á grill­inu. mbl.is/Þ​S
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert