S'mores að hætti Berglindar

Ljósmynd: Gotteri.is

Berglind Hreiðarsdóttir á Gotterí og gersemar er flinkari en flestir þegar kemur að bakstri. Hér er hún með uppskrift að S´mores-smákökum en fyrir þá sem ekki vita eru S´mores nánast þjóðarréttur Bandaríkjanna en þá er kexi, sykurpúðum og súkkulaði blandað saman og grillað við varðeld. 

Það er því einkar viðeigandi að baka þessar dásemdir upp í sumarbústað og njóta vel.

Smákökurnar

  • 350 gr. smjör við stofuhita
  • 290 gr. púðursykur
  • 180 gr. sykur
  • 2 egg
  • 2 eggjarauður (til viðbótar við eggin)
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 2 tsk. matarsódi
  • 4 tsk. maísmjöl/kartöflumjöl
  • 1 tsk. salt
  • 540 gr. hveiti
  • 300 gr. suðusúkkulaðidropar
  1. Þeytið saman smjör og báðar tegundir sykurs þar til létt og ljóst (ég þeytti með K-inu).
  2. Bætið eggjum og eggjarauðum saman við og skafið vel niður á milli.
  3. Því næst fara vanilludropar, matarsódi, maísmjöl, salt og hveiti út í.
  4. Að lokum er súkkulaðidropum blandað saman við með sleif.
  5. Kælið í amk 4 klst. eða yfir nótt.
  6. Búið til kúlu úr kúfaðri matskeið af deigi og pressið örlítið niður, bakið við 175°C í 10-12 mínútur.

Topping

  • 1 poki mini sykurpúðar
  • 200 gr. súkkulaðihjúpur
  • ½ pk Lu Digestive-hafrakex sem búið er að mylja í blandara.

Aðferð:

  • Raðið nokkrum sykurpúðum á hverja köku og setjið undir grillið í örskamma stund. Mæli með að standa við ofninn þar sem sykurpúðarnir brenna auðveldlega, kælið.
  • Bræðið súkkulaðið og setjið í eina skál, hafrakökumylsnu í aðra.
  • Dýfið hverri köku hálfa leið í súkkulaðið og svo í hafrakökumylsnuna, raðið á bökunarpappír og leyfið súkkulaðinu að harðna.
Ljósmynd: Gotteri.is
Ljósmynd: Gotteri.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka