Þóra Sigurðardóttir
Það er eitt sem víst er: Íslendingar elska brauðrétti og hjá mörgum er hann nánast trúarbrögð. Hinn hefðbundni skinku- og aspasréttur er klassískur og svo má ekki gleyma hvers kyns útfærslum sem fela í sér rækjur en margir eru sólgnir í þær.
Ég mætti með þennan brauðrétt í afmæli hjá systur minni á dögunum en hann er langt því frá að vera mín uppfinning. Upphaflega uppskriftin sem ég notaði upphaflega innihélt einnig papriku og skinku en í þetta skiptið ákvað ég að hafa hann eins einfaldan og ég gat og niðurstaðan var hreint út sagt frábær – svo góð reyndar að einhver hafði á orði að þetta væri langbesti brauðréttur sem hann hefði smakkað en ég sel það ekki dýrar.
Ostabrauðréttur með rifsberjahlaupi
Aðferð: