Brauðrétturinn sem sló í gegn

Það er eitt sem víst er: Íslend­ing­ar elska brauðrétti og hjá mörg­um er hann nán­ast trú­ar­brögð. Hinn hefðbundni skinku- og asp­asrétt­ur er klass­ísk­ur og svo má ekki gleyma hvers kyns út­færsl­um sem fela í sér rækj­ur en marg­ir eru sólgn­ir í þær.

Ég mætti með þenn­an brauðrétt í af­mæli hjá syst­ur minni á dög­un­um en hann er langt því frá að vera mín upp­finn­ing. Upp­haf­lega upp­skrift­in sem ég notaði upp­haf­lega inni­hélt einnig papriku og skinku en í þetta skiptið ákvað ég að hafa hann eins ein­fald­an og ég gat og niðurstaðan var hreint út sagt frá­bær – svo góð reynd­ar að ein­hver hafði á orði að þetta væri lang­besti brauðrétt­ur sem hann hefði smakkað en ég sel það ekki dýr­ar.

Brauðrétturinn sem sló í gegn

Vista Prenta

Osta­brauðrétt­ur með rifs­berja­hlaupi

  • 1/​2 sam­loku­brauð
  • 1 ca­m­em­bert
  • 1 dím­on
  • 1/​2 l rjómi
  • 1 poki rif­inn ost­ur
  • salt og pip­ar eft­ir smekk
  • rifs­berja­sulta – til að bera fram með rétt­in­um

Aðferð:

  1. Ristið brauðið og rífið svo sneiðarn­ar niður í munn­bita­stóra bita í ofn­helt mót.
  2. Setjið rjómann, ca­m­em­bert­inn, dím­on­inn og helm­ing­inn af rifna ost­in­um sam­an í pott og hitið.
  3. Bræðið ost­inn eins vel og þið geti en passið að suðan komi alls ekki upp. Ost­ur­inn mun þó aldrei bráðna al­veg þannig að ekki hafa áhygg­ur af því. Kryddið með salti og pip­ar.
  4. Hellið blönd­unni yfir brauðið og reynið að bleyta alla bit­ana smá. Stráið af­gangn­um af ost­in­um yfir og setjið í 150 gráðu heit­an ofn í 15-20 mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn er bráðinn.
  5. Berið brauðrétt­inn fram heit­an og bjóðið upp á rifs­berja­sultu með.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert