Taílenskt nautasalat að hætti læknisins

Ljósmynd: Ragnar Freyr Ingvarsson.

Þessi upp­skrift sam­ein­ar tvo ólíka heima enda er um að ræða grillað nauta-ri­bey og síðan dýr­ind­is sal­at – allt ein­um disk. Það er Lækn­ir­inn í eld­hús­inu, Ragn­ar Freyr Ingvars­son, sem á heiður­inn að þess­ari upp­skrift en sjálf­ur seg­ir hann að kost­ur­inn við hana sé ekki bara hversu ljúf­feng og fal­leg hún er held­ur einnig hvað hún sé fljót­leg. 

„Mar­in­er­ing­in er fljót­gerð og ekki þarf að mar­in­era kjötið lengi – bara þann tíma sem tek­ur grillið að hitna. Og áður en maður veit af er kom­in veisla.“

Hér er hægt að nálg­ast bloggsíðu Ragn­ars. 

Taílenskt nautasalat að hætti læknisins

Vista Prenta

Dá­sam­legt og eld­snöggt taí­lensk nauta­sal­at með chilli, ra­dís­um og seiðandi kryd­d­jurt­um

Fyr­ir fjóra

  • 600 g nauta-ri­beye
  • 1/​2 rauðlauk­ur
  • 5 ra­dís­ur
  • 75 g blandað sal­at (einn poki)
  • 250 g kirsu­berjatóm­at­ar
  • 1/​2 ag­úrka
  • 1/​2 gul­rót
  • hand­fylli ristaðar salt­hnet­ur
  • 1 msk. ses­am­fræ
  • 1 rauður chili
  • hand­fylli basil
  • hand­fylli mynta
  • hand­fylli kórí­and­er
  • 4 msk. jóm­frúarol­ía
  • 2 msk. fersk­ur sítr­ónusafi
  • 2 hvít­lauksrif
  • 5 cm engi­fer
  • 1/​2 rauður chili
  • 1 msk. nam plah (fiskisósa)
  • 2 msk. soyasósa
  • 1 msk. ses­a­mol­ía
  • 1 msk. hlyns­íróp
  • salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera kjötið í þunn­ar sneiðar.
  2. Hakkið hvít­lauk­inn og engi­ferið í mat­vinnslu­vél eða með rif­járni, eða bara skerið hann smátt niður. Bætið chil­ipip­arn­um, soyasós­unni, fiskisós­unni, sítr­ónusaf­an­um, hlyns­íróp­inu, ses­a­mol­íu og salti og pip­ar og blandið vel sam­an.
  3. Ég setti svo­lítið af mar­in­er­ing­unni á disk og lagði svo kjötsneiðarn­ar ofan á. Mér fannst ég vera rosa­lega sniðugur að hafa fundið upp svona tímaspar­andi aðferð til mar­in­er­ing­ar.
  4. Setjið svo nóg af mar­in­er­ingu ofan á kjötsneiðarn­ar og látið mar­in­er­ast í 15 mín­út­ur á meðan grillið hitn­ar. 
  5. Sneiðið græn­metið niður næf­urþunnt.
  6. Grillið það svo í mín­útu eða svo á hvorri hlið rétt til að brúna það að utan.
  7. Látið það svo hvíla um stund, og kólna aðeins, áður en það er lagt ofan á sal­atið.
  8. Svo er bara að raða sal­at­inu sam­an. Fyrst græn lauf, kirsu­berjatóm­ata í helm­ing­um. Leggja svo kjötið ofan á. 
  9. Því næst gul­ræt­ur sem ég flysjaði niður, þunnts neidd­an rauðlauk, ra­dís­ur, chili og salt­hnet­ur.
  10. Að lok­um dreifði ég rest­inni af mar­in­er­ing­unni yfir sal­atið, svo þurrristuðum ses­am­fræj­um og svo fullt af fersk­um kryd­d­jurt­um. 
  11. Ekk­ert eft­ir nema að skála og njóta! 
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert