Þó grillaðar kartöflur séu ágætar með grillmatnum þá fer alltaf þónokkur tími í að steikja þær á grillinu. Það amk mín reynsla að þær taka alltaf mun lengri tíma en ég bjóst við. Svo er fínt að fá smá tilbreytingu í meðlæti með grillmatnum. Að blanda saman beikoni, hunangi og Dijonsinnepi er himneskt. Þetta kartöflusalat er gjörsamlega smellpassar með grillinu og um að gera að nýta nýuppteknar íslenskar kartöflur - þær eru bestar
Skerið kartöflurnar í bita og setjið þær í form, hellið olíunni yfir. Steikið beikonið á pönnu, takið það til hliðar og skerið í bita. Hellið fitunni af pönnunni yfir kartöflurnar. Bakið þær í um 30 mín. við 175°C. Það er ágætt að hræra í þeim einu sinni eða tvisvar.
<strong>Dressing:</strong>Setjið steinselju, hvítlauk, hunang, sinnep, edik, salt og pipar í krukku, lok á og hristið vel saman.
Þegar kartöflnar eru bakaðar og orðnar aðeins brúnar eru þær teknar út ofninum, dressingunni hellt yfir og beikoninu blandað saman við. Borðið fram heitt.