Möndlusmjörkúlur sem kæta kroppinn

Þessar eru sko algjört nammi!
Þessar eru sko algjört nammi! mbl.is/TM

Þessar kúlur eru alveg hreint frábærlega góðar og orkumiklar. Henta vel til að eiga í frystinum og bjóða með kaffinu, sem nasl í gönguferð eða handa litlum fingrum.

2 bollar ferskar döðlur
3 msk. kókos- eða avókadóolía
1 tsk. vanilludropar eða duft
½ tsk. salt
3 msk. ósætt gott kakó
3 msk. möndlusmjör
2 bolli gróft haframjöl
½ bolli kókosmjól
Kókosmjöl til skreytingar

Maukið döðlur í blandara/matvinnsluvél ásamt olíunni, möndlusmjörinu og vanillunni. Þegar það hefur blandast vel fer kakóið og saltið saman við.
Bætið haframjöli saman við og hnoðið saman í höndunum.
Blandan er frekar blaut í sér svo kælið hana í um klukkustund áður en kúlurnar eru mótaðar. Ef hún er of þurr má bæta aðeins af olíu við.
Mótið litlar kúlur og rúllið upp úr kókosmjöli og kælið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert