Súkkulaðivöfflur fyrir sælkera

Hver getur sagt nei við þessu?
Hver getur sagt nei við þessu? mbl.is/Bakingdom

Þess­ar vöffl­ur eru eitt­hvað sem þið verðið að prófa. Þær eru í fyrsta lagi súkkulaðivöffl­ur sem er nóg til að æra óstöðugan og í öðru lagi eru þær með geri sem ger­ir þær mjög svo áhuga­verðar. Við erum sann­færð um að þessi upp­skrift geti valdið straum­hvörf­um í ís­lenskri vöfflu­menn­ingu og hvetj­um ykk­ur til að gefa upp­skrift­inni ein­kunn ef þið prófið hana og látið okk­ur vita hvað ykk­ur fannst.

Súkkulaðivöfflur fyrir sælkera

Vista Prenta

Súkkulaðivöffl­ur fyr­ir sæl­kera
Deig dug­ar í sex vöffl­ur

  • 80 ml heit mjólk
  • 120 g ósaltað smjör
  • 2 egg, við stofu­hita
  • 1 msk. hun­ang
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 1 1/​2 bolli hveiti
  • 1/​2 bolli kakó
  • 2 msk. púður­syk­ur
  • 1 1/​4 tsk. ger
  • 1/​2 tsk. kanil­duft
  • 1/​2 tsk. salt
  • 3/​4 boll­ar syk­ur

Aðferð:

  1. Hitið mjólk­ina þar til hún er orðin nægi­lega heit til að bræða smjörið. Hrærið smjörið sam­an við mjólk­ina uns það er bráðið. Bætið eggj­un­um sam­an við og pískið létti­lega. Hrærið hun­ang­inu og vanillu­drop­un­um sam­an við og leggið til hliðar.
  2. Setjið hveitið, kakóið, púður­syk­ur­inn, gerið, kanil­duftið og saltið í hræri­véla­skál. Notið brauðhrærigræj­una og blandið sam­an á hæg­um hraða. Hellið mjólk­ur­blönd­unni ró­lega sam­an við. Aukið hraðann ró­lega og hrærið þar til deigið fest­ist ekki leng­ur við skál­ina, eða í um 7-8 mín­út­ur. Skafið inn­an úr skál­inni ef þarf og setjið deigið í léttsm­urða skál og breiðið yfir. Látið deigið hef­ast í klukku­stund eða þar til það hef­ur tvö­fald­ast.
  3. Þegar deigið hef­ur tvö­fald­ast að stærð skal stinga vöfflu­járn­inu í sam­band. Hnoðið syk­ur­inn sam­an við deigið og látið hvíla meðan járnið hitn­ar.
  4. Skiptið deig­inu í sex hluta og setjið hvern hluta í einu á vöfflu­járnið. Bakið uns gull­in­brúnt eða í 2-3 mín­út­ur. Berið fram heitt. Gott er að bera fram með ís, sýrópi eða kar­mellusósu. Fersk­um ávöxt­um eða hverju því sem ykk­ur dett­ur í hug.

Heim­ild: Bak­ingdom

Það er fátt sem toppar þessi girnilegheit.
Það er fátt sem topp­ar þessi girni­leg­heit. mbl.is/​Bak­ingdom
Girnilegar eru þær og sjálfsagt bestar með ís og karmellusósu.
Girni­leg­ar eru þær og sjálfsagt best­ar með ís og kar­mellusósu. mbl.is/​Bak­ingdom
Fallegt... og lystaukandi.
Fal­legt... og lystauk­andi. mbl.is/​Bak­ingdom
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert