Kleinuhringja „french toast“ a la Nigella

mbl.is/Nigella Lawson/Lisa Parsons

Það eru fáir sem toppa Nigellu Lawson þegar kemur að dásamlegum mat sem hægt er að láta sig dreyma um svo vikum skiptir. Sjálf segir Nigella að hún sé yfirleitt ekki mikið fyrir sætan mat en hins vegar sé þessi uppskrift svo dásamleg að hún noti hana við hvert tækifæri. 

Hér gefur að líta hið fullkomna hjónaband „french toast“ og kleinuhrings. Nú falla eflaust margir í yfirlið á meðan aðrir furða sig á því hvernig Nigella geti verið svona snjöll. Svarið er að við hreinlega vitum það ekki en nýtum okkur þessa náðargáfu hennar og deilum að sjálfsögðu með ykkur.

Þið megið gjarnan gefa þessari uppskrift einkunn þegar þið hafið prófað hana – því það eru fáir sem við teystum betur en ástkærir lesendur okkar.

Kleinuhringja „french toast“ a la Nigella

Fyrir tvo.

  • 2 stór egg
  • 4 tsk. vanilludropar
  • 60 ml nýmjólk (sumir svindla og nota matreiðslurjóma)
  • 4 sneiðar af hvítu brauði
  • 25 g smjör
  • 1 dropi af bragðlausri olíu til steikingar (hér vitum við ekki hvort hún er að gínast eða hvort það á í alvörunni að nota bara einn dropa).
  • 50 g caster-sykur
Aðferð:
  1. Pískið eggin með mjólkinni og vanillunni í grunnri skál.
  2. Leggið brauðið í bleyti í blöndunni – 5 mínútur á hvorri hlið.
  3. Hitið smjörið og olíuna á pönnu og steikið brauðið uns það er gullinbrúnt og vel stökkt á hliðunum.
  4. Setjið sykurinn á disk og leggið nýsteiktar brauðsneiðarnar á og þekið vel með sykrinum – alveg eins og kleinuhring!
Það gerist ekki mikið girnilegra.
Það gerist ekki mikið girnilegra. mbl.is/Nigella Lawson/Lisa Parsons
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert