Huggulegt hakkabuff að hætti Svövu

Svava Gunnarsdóttir er hrifin af huggulegum heimilismat.
Svava Gunnarsdóttir er hrifin af huggulegum heimilismat. mbl.is/ljufmeti.com

Svava Gunn­ars­dótt­ir á ljufmeti.com er kom­in heim frá Balí og byrjuð að elda heim­il­is­mat­inn sem við öll elsk­um. „Mér þykir svona heim­il­is­mat­ur al­veg hreint dá­sam­lega góður og sér­stak­lega núna þegar það eru nýj­ar kart­öfl­ur í búðunum. Við lét­um okk­ur nægja að bera hann bara fram með nýj­um kart­öfl­um og sultu en bæði hrásal­at og ferskt sal­at fer auðvitað stór­vel með,“ seg­ir Svava en við mæl­um með þessu dá­sam­lega hakka­buffi henn­ar.

Huggulegt hakkabuff að hætti Svövu

Vista Prenta

Hakka­buff með kara­melluseruðum lauki og rjómasósu (upp­skrift fyr­ir 4)

  • 600 g nauta­hakk
  • 1/​2 dl brauðrasp
  • 1/​2 dl rjómi
  • 1 dl mjólk
  • 1 egg
  • 1 lauk­ur
  • 2 tsk. salt
  • svart­ur pip­ar
  • 1 tsk. syk­ur

Blandið rjóma, mjólk og brauðraspi sam­an í skál og látið standa í 5 mín­út­ur. Setjið hakkaðan lauk, egg, salt, syk­ur og pip­ar sam­an við og notið töfrastaf til að blanda öllu sam­an. Setjið að lok­um nauta­hakkið sam­an við og blandið öllu vel sam­an. Mótið buff og steikið upp úr vel af smjöri.

Kara­melluseraður lauk­ur

  • 3 gul­ir lauk­ar
  • salt
  • syk­ur
  • pip­ar
  • smjör

Skerið lauk­inn þunnt niður. Bræðið smjör á pönnu og setjið lauk­inn á. Steikið við miðlungs­hita (passið að hafa hit­ann ekki of háan), lauk­ur­inn á að mýkj­ast og fá smá lit. Hrærið annað slagið í laukn­um. Setjið salt, syk­ur og pip­ar eft­ir smekk und­ir lok­in og látið lauk­inn kara­melluser­ast.

Rjómasósa

  • steik­ingakraft­ur frá hakka­buff­inu
  • 2 dl rjómi
  • 2 dl sýrður rjómi
  • 1-2 græn­metisten­ing­ar
  • salt og pip­ar
  • sojasósa
  • maizena til að þykkja

Blandið öllu sam­an í pott og látið sjóða sam­an. Smakkið til! Endið á að þykkja með maizena eft­ir smekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert